Mikill erill var hjá foreldrunum að Bláberjaveginum í nótt. Mikið var um uppköst og niðurgang. Óvenju mikil drykkja einkenndi einnig nóttina og voru þrengsli í svefnherberginu mikil. Þrátt fyrir vöku og umgang í húsinu tókst einum fjölskyldumeðlimanna þó að halda sér sofandi. Jók þetta ástand mjög á hitaálagið sem að undanförnu hefur einkennt heimilishaldið.
Þrátt fyrir mikla drykkju var enginn tekinn ölvaður við akstur.
Hver var lasinn?
laugardagur, nóvember 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Halló!
Var það Tóbias Mar, sem er búin að vera með eyrnabólgu?
Ég giska á hann....
kveðja mjósan
ég segi að Bríet Huld og Elí Berg séu lasinn
til hamingju með kallinn
kv. Inga Birna
Til hamingju með kallinn frænka góð. Vonandi fer heilsan að skána hjá fjölskyldunni!
Kveðja Solla
Ég giska á að Bríet Huld og Elí Berg séu lasin og hafi þurft á auka vökva að halda í nótt, Tóbias Mar var á túttunum og Helgi náði að halda sér sofandi - Nei!
Elí Berg svaf vær og rólegur þversum í rúminu á meðan Bríet Huld var lasin og þurfti auka vökva og Tóbias Mar var á túttunum. Mamman var með tútturnar og hélt uppi friði og spekt á meðan pabbinn skipti á rúmum og sótti vökva fyrir veika einstaklinginn. Svo fór pabbinn svefnlaus á afmælisdaginn sinn í vinnuna - er'ða nú!
Maður verður að taka þátt í svona gátum. hehe! - Milla
Hárrétt hjá þér Milla!
Elí Berg svaf reyndar í sínu eigin rúmi, en hin tvö voru í hjónarúminu ásamt foreldrum. Helgi mætti svo ósofinn í vinnuna á afmælisdaginn. Huggókvöldverðurinn sem átti svo að vera í tilefni dagsins varð að engu öðru en umgólfgöngu með yngsta fjölskyldumeðliminn.
Skrifa ummæli