þriðjudagur, desember 16, 2008

Nýjasti megrunarkúrinn: hrotur

Þá vitum við það. Það er háls- nef- og eyrnarlæknum að kenna að ég sé ekki grennri en raun ber vitni! Þeir fjarlægðu nefkirtlana sem gerðu það að verkum að ég hryti. Þetta gerðu þeir ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum! Svo það er eiginlega spurning hvort ég geti farið í skaðabótamál við þá þar sem einlægur ásetningur virðist hafa einkennt "brot" þeirra?

Annars eru bara tveir dagar (og sirka hálfur) til Íslandsafarar. Tilhlökkunin er mikil á heimilinu. Karlinn ræður sér ekki fyrir gleði, börnin missa sig yfir því minnsta og ég græt stöðugt. Búið er að skvera allt, gólf, veggi og skápa, baka sex sortir af smákökum og þvo gluggana. Jólatréð verður skreytt í kvöld og pallurinn spúlaður. Gjöfum sleppum við, sökum hugmyndaleysis. Ritgerðin er komin í umslag og er á leiðinni til kennarans í pósti.

Hlakka til að sjá fólkið okkar og vini á Íslandinu!

Fjarknús þangað til...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahahhahahahahha!:)
hvernig er hægt að commenta þetta?
En bíddu aðeins,
fengu þið ekki gafalistann,
hann var nú ekki sá minnsti svo hann var sendur í kassa með UPS
En hvað varðar hroturnar
hvers vegna er tengdafaðir þinn þá ekki grennri?????
kv.mjósan

Nafnlaus sagði...

gleðilegt árið mín kæra..
hlakka til að fá ykkur heim
knuz Heiðagella

Nafnlaus sagði...

það er bara alltaf verið að blogga... seinast í fyrra :o)
hilsen Heiðagella