föstudagur, maí 19, 2006

Evróvísjónathlægi II

Jæja, þá getum við Íslendingar kyngt þjóðarstoltinu okkar kæra. Frammistaða dívunnar svokölluðu, sem ég vil segja að sé rangnefni, í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var hreint út sagt hörmuleg. Falskur flutningur og ég veit ekki hvað. Ég man ekki eftir svona púi í keppninni, nema kannski þegar Páll Óskar lauk sínum flutningi í denn, man það þó ekki. Hvað viljum við ganga langt fyrir fimm mínútna athygli? Það er ekki svo að öll athygli (þar með talin slæm, MJÖG SLÆM) sé betri en engin. Við eigum að vera skriðin upp úr sandkössunum (þó ekki sé þess að merkja á Alþingi oft á tíðum) og skilja lögmál sandkassanna eftir þar! Það var æðislegt að sjá og heyra metnaðinn hjá sumum flytjendum í forkeppninni, eins og til dæmis hjá þeim frá Bosníu-Hersegóviníu, Írlandi og fleiri góðum, en hreint hræðilegt að sjá svo óprófessjónal atriði annarra þjóða. Botninn var þó flutningur Silvíu Nætur.
Hún varð sér að athlægi og okkur í leiðinni, grey stelpan.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við skemmtum okkur konunglega yfir Silvíu og hlógum dátt og okkur finnst hún æðisleg, fyndin og flott...þ.e.a.s. mér, Rögnu, Sif, Palla og Einari... eurotrash

Nafnlaus sagði...

Silvía var bara með þeim betri í þessari forkeppni, þetta voru nú bara leiðinleg lög upp til hópa. og hana nú. Ég er sannfærð um að tæknibúnaðurinn hafi verið að stríða okkar konu. Ég segi bara gó Silvía. Hún gerði bara grín af þessum berrössuðu flytjendum sem komu og voru að meina þetta allt saman. Takk fyrir mig. Sjáumst í sumar.

KV .Inga Birna

Nafnlaus sagði...

pfff....


kv.Tinna