sunnudagur, maí 14, 2006
Heimskur telur sig heimskan
Nú held ég að hægt sé að telja mig heimska. Þrátt fyrir að vita hvernig heilsan verður daginn eftir djamm á ég í mesta basli með að stoppa þegar ég er komin á ákveðið stig. Við hjónin fórum í þrítugsafmælisveislu til hans Dadda hennar Tinnu sem er með mér í náminu á föstudaginn. Palli var svo indæll að koma bara yfir til okkar og sat yfir grislingunum þar til Helgi kom heim, að sjálfsögðu dugði mér það ekki að vera slútta partýinu klukkan eitt! Afmælið var voða fínt, góður matur og nóg af Mojito, bjór og rauðu. Alltaf vel veitt á Pomosavej. Farið var í skemmtilega leiki og tónlistin spiluð hátt og jafnvel dansað svolítið. Þegar ég gerði mér grein fyrir að stiginu væri náð (því það geri ég alltaf, þekki alveg hvenær ég á að stoppa, en geri það bara ekki) fór ég yfir í Kóka kóla en það næsta sem ég veit er komið rauðvín í stað kóks í glasið. Þá var ekki aftur snúið og heilsan eftir því daginn eftir, sem NB átti að fara í lestur og lærdóm. Ég lá í bælinu á milli þess sem ég faðmaði póstulínið og keyrði vörubíl. Þið ættuð bara að vita hvað það er skemmtileg lífsreynsla að hafa eitt barn hangandi á bakinu og annað togandi í hárið á manni til að athuga hvað sé að gerast þarna í klósettskálinni og fá lokið á klósettinu ítrekað í hausinn á meðan maður hefur ekki orku í neitt annað en að kasta upp. Frekar sorglegt allt saman. Það er bara óskandi að börnin hljóti ekki skaða af. Þetta gerði mér grein fyrir því að svona djamm verður ekki á dagskrá í bráð. Eða allavega ekki þar til næst...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
æjæj elsku dúllan mín, ég öfunda þig sko ekki ;)
Híhíhí þú ert nú meiri hænuhausinn :) Þolið fer víst alveg þegar maður er kominn í móðurhlutverkið, ó já maður dettur (kannski sem betur fer...) alveg úr æfingu!
Vandfarinn er meðalvegurinn en ekkert gaman að hanga á honum til lengdar, hras hér og þar er bara til bóta....en helv... áfengið er alltof oft tómt böl.
Hahahah elskan mín maður lærir aldrei.. en ef að þetta var stuð kvöldið áður þá lætur maður sig hafa það bara er hakki....
Knús Hronnsla
Guð hvað ég finn til með þér, man nú eftir þér síðasta sumar hummmm.
drekkur þú áfengi?
Dísús...ég veit hvað þú ert að meina! Ég var ansi rykug daginn eftir...en gaman var það...
Nú er bara að byggja upp þol fyrir næsta djammerí...30.júní...fagna próflokum eða drekkja sorgum...
Takk fyrir góða skemmtun á föstudaginn...þú ert bara þrælskemmtileg svona full!! hahaha
Við ættum kannski bara að vera alltaf í því...þá væri kannski bara hrikalega gaman í skólanum...eða hvað??
Well...see ya
Hils Tinna
Skrifa ummæli