föstudagur, júní 09, 2006

Travlt!

Mikið er ég fegin að þessi vika er liðin!
Aftanákeyrsla, röraísetning, veikindi, lögfræðingar, lestur, lestur, lestur, kvíði og stress hafa einkennt vikuna. Reyndar lýstu húsnæðismál hana aðeins upp, með tilheyrandi heimsóknum til lögfræðinga og símtölum við fasteignasala, þessu tilheyrir líka stress. Nú bíðum við bara eftir svari. Við vonum að sjálfsögðu að það verði JÁ en það er ekkert hægt að fullvissa neitt fyrr en undirskrift seljenda er komin á pappír, auk þess sem utanríkisráðuneytið, eða eitthvað svoleiðis, þarf að gefa mér skriflegt leyfi fyrir því að eignast fasteign. Spurning hvort ég hringi í þá Baugsfeðga til að athuga hvað þeir gera í þessum málum þegar þeir vesenast þetta, þar ætti ég ekki að koma að tómum kofanum.

Vikulokin voru svo fullkomnuð í dag þegar ég komst að því, mér til mikillar mæðu, að ég gleymdi blessaða stúdentakortinu mínu heima, korti sem ALLTAF er í veskinu, nema í dag! Ég þurfti því að hlaupa um skólann þveran og endilangan til að sækja mér bevis um að ég væri ég og að ég og væri stúdent við háskólann. Gaman, gaman. Ég þakkaði fyrir að þetta var anatomi- og fysiologipróf og því nóg um lækna í nágrenninu, ef svo vildi nú til að blóðþrýstingurinn næðist ekki niður. Þetta var þó ágætis skokk svona rétt fyrir próftökuna, þó stressið sem fylgdi þessu hefði betur verið geymt heima. Hvað prófið varðar koma niðurstöður síðar, vonandi verð ég þó réttu megin.

Helgin fer í afmælisfagnað ungu dömunnar. Baksturinn bíður, bið að heilsa!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru þið að kaupa ykkur íbúð..hús...blokk...eða, botna bara ekkert í þessu bloggi..nema auðvitað afmælinu, óska litlu skvísunni til hamingju með afmælið.

Nafnlaus sagði...

Já ég skil ekki neitt, og hvað með aftanákeyrsluna?

Það er greinilega mikið að gera. Gangi þér vel í bakstrinum.

kv. Inga Birna

Nafnlaus sagði...

hæhæ ég get glatti þig með góðum fréttum addý mín en þær eru að útsölur byrja 19. júní allavega í fields og er það þá ekki allsstaðar. Vona það allavega þá getur maður fyllt í tóma plássið sem kemur með út.
vesenis dagar greinilega hjá ykkur en við erum að koma út og björgum málunum
Kveðja Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Já ég vona að þið fáið já við húsinu þetta er svo flott og kósý allavega af myndunum að dæma...

Og ég vona að veislan hennar Elsku Bríetar minnar hafi verið einstaklega skemmtileg þó svo að ég hafi ekki getað mætt... borðaðir ú ekki örugglega kökuna fyrir mig, mér finnst hún nefnilega hafi komið framan á mig þegar ég hugsaði til ykkar ;);)

já og til hamingju með snúlluna aftur og vestu ég hef fulla trú á þér í þessu prófi ;) og öllum þeim sem þú átt eftir..
kossar og knúsar á línuna