mánudagur, júní 19, 2006

Púff húff, annað prófið búið

Eins og dýr á leið til slátrunar. Það var tilfinningin sem ég hafði í morgun (að ég held, ég hef jú aldrei upplifað það að vera dýr á leið til slátrunar, en ímyndunin var á þessa leið). Annað próf mitt í Syddansk Universitet á leiðinni að lokaáfanganum; talmeinafræðingur! Prófið var í Sprogvidenskab. Frammistaðan var hræðileg, satt að segja. Ég klikkaði á minnstu smáatriðum en hann Fransvua (stafað á einhverri fínni frönsku) Heenen, gamall félagi úr íslenskunni í HÍ, hjálpaði mér mikið, ásamt honum Jóhannesi Gísla Jónssyni, enn öðrum félaga úr íslenskunni. Ég gat babblað eitthvað um hljóðfræði og ég held að það hafi reddað mér. Tíminn hefur að minnstu farið í lærdóm undanfarna viku. Orkan var hreinlega uppgufuð eftir átökin fyrir anatomi-prófið auk þess sem tíminn hefur farið í veik börn og íbúðarkaup.
Ímynduð aftaka varð að engu þegar ég mætti á svæðið. Gengið var reyndar hræðilegt í prófinu sjálfu, eins og um er getið ofar, en þau virtust ánægð, kennararnir og prófdómarinn, einkunninn varð 8, reyndar á danskan mælikvarða, en ekki svo slæmt miðað við fyrsta munnlega prófið á ævinni og það á öðru tungumáli en íslensku. Ég er jú ekki búin að vera hér nema tæpt ár, svo árangurinn er alveg ásættanlegur.

Jæja, best að fara að njóta þess að hafa gesti.

Hilsen,
Addý paddý

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér, skil nú ekki hvaða áhyggjur þetta eru í þér, mér heyrist þú nú alveg rúlla þessu upp!! kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Til lukku með einkunnina. Maður hefur ekki miklar áhyggjur af þér, gengur alltaf "illa" en stendur þig svo bara vel:). Gangi þér vel í næsta prófi og njóttu þess að vera með gesti.
Farðu svo að setja þig í stellingar fyrir búðarfjör ;)
Inga Birna

Heiðagella sagði...

Flott þú náðir, með þessa fínu einkunn, þú rokkar skvísa.
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Til lukku ástin mín þú ert nú meiri skvísan alltaf að deyja úr stressi en svo kemur á daginn að þú nærð öllu með glæsibragð við hér á klakanum erum ofsa stollt af þér og halltu bara áfram á sömu braut? Og njóttu nú tilverunnar með gestunum þín mamma.P.S er núna að deyja úr þrá til ykkar og ný komin frá spáni er þetta í lagi?

Nafnlaus sagði...

Þú ert hetja ;o)
knús Tinna

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér, þú getur þetta ég hef alltaf trú á þér, og annað þið eruð æði Addý og Helgi ég veit ekki hvað mig langar ekki til að gera fyrir ykkur núna. kiss, kiss og knús, knús.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman, það getur ekki verið slæmt að fá 8..jafnvel á danskan asnalegan mælikvarða. Mér finnst þú bara ótrúlega dugleg og ekki síst ofurklár kona.

Nafnlaus sagði...

Frábært krúttí, þú ert alltaf jafn taugaveikluð í sambandi við próf, svo brillerar þú yfirleitt ;)
knús og koss
kveðja Halla Rós

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég skil þig vel, fyrir fyrsta prófið mitt í Noregi, sem var 6 klst langt málfræðipróf, þá gubbaði ég þrisvar sinnum á leiðinni upp í skóla (var nota bene gangandi og á fáförnum vegi!) svo mikið var stressið. En það gekk nú allt saman, fékk 2,5 skv. norskri einkunnagjöf og mér skilst að sé bara ágætis árangur ;o) Ég held að þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur eins eldklár og þú ert. Og það er greinilega allt á fullu hjá ykkur heima líka, eruð að kaupa hús og allt!! Frábært, endilega segðu okkur meira frá því!

Lísa, sem er eiginlega nýorðinn húseigandi líka ;o)

Nafnlaus sagði...

til lukku að vera búin að prófum addý paddý
Ingibjörg og co