Þá er nú heldur betur hægt að segja að sumarið sé komið hingað til Danaveldis með öllum sínum röndóttleika, svita og hita. Yndislegt! Tuskunum hefur verið kastað fyrir eitthvað töluvert léttara og sólarvörnin tekin fram, börnin smurð en foreldrarnir orðnir heldur litríkari eftir sólbaðssetur fjölskyldunnar undanfarna daga, óþægindi eftir því. Ótrúlegt hvað maður getur verið vitur eftir á. En eins og gáfuð ljóska orðaði svo vel endur fyrir löngu: Beauty is pain! Ég held hún hafi haft rétt fyrir sér án þess þó að finnast rauður nebbi, köflóttir sköflungar og röndóttir upphandleggir sérlega smekklegir, en sumum finnst það þó trúlega!
Svo ef hörmulega gengur í næsta prófi má skella skuldinni á sólina og anatomiu- og fysiologiprófið sem ég lauk á föstudaginn. Mér finnst eins og ég sé hreinlega komin í sumarfrí og á í mesta basli með að koma mér í gang aftur. Hvernig á Íslendingur að geta lært undir próf í 30 stiga hita?! Það er hreint ómögulegt að halda sig inni í blíðviðrinu. Vonandi fer bara að rigna svo hægt sé að halda áfram við lesturinn, nei ég segi bara svona!
Að öðrum málum,
hún Hlín vinkona á afmæli í dag! Til hamingju Hlín, sem ert á Tenerife (eða hvernig sem þetta er skrifað) velkomin í ellimannahópinn!
Og að enn öðrum málum,
svo virðist sem við hjónin séum um það bil að verða raðhúsaeigendur hérna í veldi bjórs og bauna! Já, takk! Flott og ígegntekið hús við Blåbervej í Marmeladekvarteret í Hjallese hér í borg er um það bil að verða að okkar. Eigendurnir hafa undirritað tilboðsgerðina eða købsaftale, eins og það heitir á dönsku, sem er bindandi! Svo við þurfum bar að drífa okkur í að tala við bankastofnanir, redda útborgun og gera þetta klappað og klárt. Reyndar er leyfi mitt fyrir svona yfirtökurétti ekki komið á borðið, en Helgi er víst viðurkenndur almennur danskur launþegi, svo hann á að geta eignast eitthvað stærra og meira en bíl og myndavél hér í landi.
Ég bið ykkur vel að lifa! Þar til næst...
mánudagur, júní 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Til hamingju elskurnar, ég fæ nú bíltúr að húsinu eftir 4 vikur. Það má líka alveg rigna á ykkur núna en vera svo sól eftir 4 vikur bara svona svo að þú getir lært Addý mín:)
kv. IB
Til hamingju með að vera að eignast hús í danaveldi, hlakkar til að sjá það og ykkur, ef ég kemst einhvern timan aftur til danalveldi vegna anna, kveðja Áslaug og co.
Til lukku með væntanleg húsakaup :) og gaman að rekast loks inn á kvabbsíðuna ykkar.
EF við komum í heimsókn til Danaveldis í ágúst þá verður pottþétt gerður stans í Odense.
Bestu kveðjur úr rigningunni í blíðuna,
Ágústa og herrakarlarnir
Til hamingju með húsið, þið takið þetta bara með trompi, væri gaman við tækifæri að heyra hvort auðveldara er að fjármagna húsakaup í Danmörku en á Íslandi. Svo átt þú alla mína samúð í próflestri og 30 stiga hita....það er bara ekki framkvæmanlegt...eins og þú segir fyrir Íslending...alls ekki.
ég þarf semsagt að fara að safna sem allra fyrst:)
Bara geggjað til hamingju elsku krúsídúllurnar mínar,
held ég þurfi bara að stefna að því að koma til ykkar í vetur, Áslaug við ættum kannski bara að skella okkur saman ;) ?
kveðja
Halla Rós
jó beib þá getur maður komið í heimsókn þar sem að kella ætlar að fara í hus... jahérna það er bara snild....
knús hronnsla
Elsku dúllurnar mínar, til lukku með húsakaupin, þið standið ykkur vel, maður verður nú að fara að fara að fara koma í heimsókn, bara innilega til hamingju með þetta.
Kossar og knús til ykkar allra
Sigfríð frænka á Íslandinu kalda
Skrifa ummæli