Ferðin til höfuðborgar Þýskalands var hreint út sagt frábær í alla staði. Þetta er alveg yndisleg borg. Meira að segja klósettin eru æðisleg, sótthreinsuð og flott.
Við komum seinnipartinn á fimmtudaginn og ákváðum að vera ekkert að rembast við neitt þá, heldur komum okkur fyrir og kíktum í kringum okkur í miðbænum, fórum svo á ítlalskan pítsastað og fengum okkur í gogginn. Á föstudaginn langa fórum við í dýragarðinn og kíktum á hann Knút, ísbjarnarhúninn knáa sem búinn er að sigra heiminn. Hann var að sjálfsögðu rosalega sætur, sem og afturendinn á pöndunni, flóðhestarnir og öll hin dýrin. Ég mæli eindregið með ferð í dýragðinn í Berlín, hann er flottur, fínn og temmilega stór. Eftir dýragarðsferðina héldum við á McDonald´s til að seðja sárasta hungrið, enda dugðu Duncin Donuts snúðarnir skammt. Eftir að við vorum búin að troða okkur út af amerískum skyndibitum héldum við á Alexander Platz þar sem við kíktum á markað og röltum þaðan eftir Unter den Linden, áleiðis að Brandenburger Tor. Það var margt að skoða á leiðinni og við kíktum inn í nokkrar túristabúðir um leið og við skoðuðum allar fallegu byggingarnar sem á vegi okkar urðu. Þegar komið var að hliðinu sjálfu skelltum við okkur á Starbucks Coffee og fengum okkur að drekka. Eftir að hliðið hafði verið skoðað í krók og kima og myndir teknar af björnum, úlfhundum og fleiri kynjaverum fórum við í klukkutíma siglingu um borgina, það var rosa gaman. Við fórum af stað frá Dómkirkjunni og komum þar upp aftur. Við sigldum framhjá mörgum merkilegum stöðum og byggingum, en sökum háværra barna og athyglissjúkra fór mest af því sem "gædinn" sagði framhjá okkur, en það skiptir litlu, við nutum útsýnisins og ölsins. Að ferðinni lokinni komum við við á Kentucky Fried þar sem við skófluðum í okkur kjúklingabitum og meðþví. Þegar þessi amerískanskættaðimatardagur var að kvöldi kominn héldum við heim á leið og hvíldum lúin bein. Laugardagurinn var stóri sjoppingdagurinn. Þegar búðarrápinu var lokið um tvöleytið og búið að kíkja á aðra hverja flík í H&M, Zara og fleiri skemmtilegum búðum fórum við á markað rétt fyrir utan miðbæinn, hann var ekkert merkilegur, olli heldur vonbrigðum en hitt, en við duttum í leiðinni inn á þennan fína leikvöll sem gemlingarnir fengu útrás á. Þegar börnin höfðu fengið sína útrás á leikvellinum héldum við í múrleiðangur. Við kíktum á tvo staði þar sem leifar eru af múrnum, báðir eru þeir við Potsdamer Platz, fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum í Berlín. Við sáum meðal annars rústir af neðanjarðarbyrgi Gestapo og gamlan varðturn. Á leiðinni til baka missti ég Helga inn í Clarks-skóbúð þar sem kauði keypti sér frekar flotta sandala fyrir sumarið. Þegar hingað var komið var klukkan farin að nálgast kvöldmatartíma all ískyggilega og því var haldið upp á hótel og þar höfð fataskipti, svo brunuðum við með S-Bahn að Zoologischer Garten og fengum okkur rosa góðan kínverskan mat á frábærum veitingastað. Þar settust Íslendingar á næsta borð við okkur, frekar skondið þar sem þetta var eina skiptið sem ég heyrði íslensku í umhverfinu í ferðinni. Andrea hafði heyrt í einhverjum klakabúum inni í H&M fyrr um daginn. Á veitingahúsinu smakkaði ég heldur undarlegan öl, bjór með piparmyntudropum í, grænan á lit og smakkaðist, ja... ekki eins vel og venjulegur bjór. En allt verður maður að prófa!
Það voru heldur þreyttir ferðalangar sem héldu upp á hótelherbergi í Charlottenburg eftir góðan dag í túristaleik. Á páskadagsmorgun héldum við snemma af stað í Fernsehturm þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir borgina úr 203-207 m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er nokkuð góð upplifun og gaman að hafa borgina í Panoramaútsýni. Við skutumst á kaffihúsið sem liggur í rúmlega 207 m hæð og fengum okkur smá í gogginn. Kaffihúsið róterast og því er hægt að fara heilan og jafnvel fleiri hringi á meðan maður nýtur góðs yfirlætis starfsfólksins. Við vorum svo sniðug að fara að ráðum Erlu, sem býr hérna í Óðinsvéum, og fara snemma morguns að turninum, því þegar við komum var svotil engin röð, en þegar við fórum aftur, var röðin orðin nokkuð hundur metrar að lengd.
Að útsýnisferðinni lokinni héldum við svo áleiðis að hótelinu þar sem bíllinn beið fullur af dóti og ókum af stað heimleiðis.
Notaleg ferð með góðu fólki.
Ég mæli eindregið með Berlín! Fólkið þar er afskaplega viðkunnanlegt og hjálplegt, býður fram aðstoð um leið og það sér að maður þarf á henni að halda. Borgin er einstaklega hrein og falleg, að mínu mati í það minnsta og ég hreinlega heillaðist af klósettmenningu Þjóðverjans! Þó það kosti eitthvað að hafa hægðir og létta á sér, þá skipti það engu, því klósettin voru hrein og í flestum tilfellum mjög nýtískuleg!
Það eru myndir inni á heimasíðunni hjá krökkunum fyrir áhugasama!
mánudagur, apríl 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Velkomin heim. Vá greinilega nóg að gera hjá ykkur í Berlín, mig langar nú bara mest að skella mér þangað og skoða allt sem þið skoðuð!! kv. Lilja
mikið hafiði verið dugleg að skoða Berlínina á þessum örfáu dögum... fínar myndir hjá ungunum og girnileg páskaegg þarna í lokin......
DemantsLaneungarnir fengu einmitt svona Ísl. Nóa egg áðan í póstinum og móðurinni finnst þau engan vegin hafa gott að sitthvoru eggi nr 5... mmmmmmmmmm heppin ég....
sjáumst nú vonandi snart mín kæra...
hilsen pilsen Heiðagella
Það var ekki verið að fara með strákinn til Berlínar þegar ég leit í heimsókn..:) En þetta virðist vera rosa spennandi borg og mjög gaman að skoða myndirnar.. sérstaklega af pöndunni..!
Hehehe... þú hafðir nú varla fyrir því að lenda hérna, stoppaðir alltof stutt til að fara í slíkar ferðir. Komdu aftur og vertu lengur og hver veit nema við gerum eitthvað skemmtilegt. Skjótumst kannski til Póllands eða annað sniðugt. ;)
Snilld :)
Kveðja Sofia
Skrifa ummæli