fimmtudagur, apríl 26, 2007

Sumarið er komið!

Eitthvað hefur sólin lagst á blogghendur mínar undanfarið. Hér er sól og hiti, algert sumar! Ummm... ekki amalegt að flatmaga á veröndinni, móka í huggulegheitum á mjúkum pullunum undir sólhlífinni með einn ískaldann! Þetta truflar reyndar svolítið tilvonandi próflestur, en eins og alþjóð veit reddast þetta! ;)
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!

Adios.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt að koma...sko sumarið...a.m.k. fyrir austan en við höfum fréttir af því að það komi við hér um helgina....get ekki beðið...mun taka út sólbekkinn en sleppa sólhlífinni...enda á ég enga.