Eitthvað hefur sólin lagst á blogghendur mínar undanfarið. Hér er sól og hiti, algert sumar! Ummm... ekki amalegt að flatmaga á veröndinni, móka í huggulegheitum á mjúkum pullunum undir sólhlífinni með einn ískaldann! Þetta truflar reyndar svolítið tilvonandi próflestur, en eins og alþjóð veit reddast þetta! ;)
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!
Adios.
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er allt að koma...sko sumarið...a.m.k. fyrir austan en við höfum fréttir af því að það komi við hér um helgina....get ekki beðið...mun taka út sólbekkinn en sleppa sólhlífinni...enda á ég enga.
Skrifa ummæli