föstudagur, ágúst 24, 2007

Komin heim

Komin heim í heiðardalinn, þó engin séu fjöllin hér í Danaveldi. Íslandsheimsóknin var notaleg og vel heppnuð, þó greinilegt sé að tíminn hefði mátt vera lengri sé miðað við allt það fólk sem okkur gafst ekki færi á að heimsækja, en svona er það nú bara. Vonandi er enginn sár og svekktur yfir því.
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.

Hafið það gott!

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

Velkomin heim skviza.. I did miss U...

Knuz Heiðagella

Nafnlaus sagði...

ÉG var ein af þeim heppnu, fékk að hitta Addý og Helga í sparifötunum. Þau hafa ekkert breyst, alltaf jafn sæt og góð.

Nafnlaus sagði...

Tíminn er svo fljótur að líða ... vonandi áttuð þið góða dvöl, Addý mín. Við hugsuðum sko til ykkar.

Kveðja, Milla

Nafnlaus sagði...

jæja hvar er næsta færsla sæta mús... það var alveg æði að fá hana Addý okkar aðeins heim.... ég var farinn að sakna þín allt of...
knús
Hronnsla