Dugnaðurinn er alveg að fara með mig, eða hitt þó heldur. Letin hefur einkennt síðustu daga, enda veðrið frekar óspennandi og hér hefur rigningin sömu áhrif á sálartetrið og heima á Fróni. Ég skellti mér þó til Esbjerg á þriðjudaginn með gemlingana, enda er best að við séum sem minnst heima þessa dagana þar sem húsbóndinn þarf að læra. Hann stendur hreinlega á haus! En þar sem hann er eins duglegur og hann er þá hef ég engar áhyggjur af því að hann láti bugast undan álagi.
Elí Berg er byrjaður á rauðu deildinni hjá stóru systur sinni og skemmtir sér konunglega þar ásamt stóru krökkunum. Eitthvað á hann þó erfitt með að læra að liggja kyrr í hvílunni, en þetta lærist allt saman. Skvísan fór til talmeinafræðings í dag og múttan fékk að fylgja með. Hún kom þrusuvel út hvað varðar málþroska, skilning og hljóðkerfisvitund og allt það, þrátt fyrir að vera svolítið smámælt. Ástæðan kom í ljós. Trúlega hefur hún tekið sér danska s-ið þar sem það er aðeins veikara en það íslenska, sem er nokkuð skýrt og "hart" ef það er hægt að nota það orð yfir það. Þess vegna fannst talmeinafræðingnum hún ekki vera eins smámælt og mömmunni. Þetta ætti þó að lagast, samkvæmt öllu, þegar fullorðinstennurnar koma, ef ekki þá eigum við að hafa samband við talmeinafræðing aftur. Það var gott að fá það á hreint. Mamman er alltaf jafn móðursjúk.
Hef svosem ekkert að segja, en pikka þetta til að láta vita að við séum á lífi.
Þar til næst...
föstudagur, ágúst 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Getur verið að áhugasvið móðurinnar hafi eitthvað með áhyggjurnar að gera? ÉG er hins vegar mjög sammála því að foreldrar láti athuga börn sín ef þau grunar að eitthvað sé ekki eðlilegt. Alltaf grátlegt að heyra af tilfellum þar sem foreldrarnir afneita eða horfa framhjá vandamálum barna sinna sem hægt hefði verið að laga miklu fyrr.
Hjartanlega sammála!
Skrifa ummæli