þriðjudagur, september 04, 2007
Heimsókn til kvensjúkdómalæknisins
Skrapp til kvensjúkdómalæknis í gær. Bara svona vegna þess að mér finnst það alveg þrælskemmtilegt! Eða þannig... Jú, reyndar var alltaf gaman og fróðlegt að fara til Þórðar læknis á Íslandi, en allavega... Hjá Þórði fékk ég alltaf þennan fína slopp sem var opinn að aftan, svo ég gæti í það minnsta látið fara vel um mig á meðan ég trítlaði að skoðunarbekknum, en því var ekki að skipta hjá dömunni sem skoðaði mig í gær. Ég mátti láta mér nægja að toga bolinn niðurfyrir helgustu blettina á meðan ég leið yfir gólfið að útglenntum bekknum. Lækninum til aðstoðar var klínikdama sem átti fullt í fangi með að rétta doktornum hin ýmsu skoðunartæki. Þegar ég lagðist á bekkinn þurfti ég að berjast við að missa ekki hláturinn út úr mér því er ég leit upp í loftið, eins og maður gerir iðulega við þessar aðstæður, birtist mér mynd af þremur fiskum, bleikum, bláum og grænum! Ég hefði heldur viljað sjá mynd af einhverjum guðdómlega fallegum manni, það hefði kannski hresst svolítið upp á heimsóknina ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Er ekki einhver biblíutilvísun í þessum fiskum? Annars gaman að heyra af þessari heimsókn. Hlakka til þegar ég fer að láta tékka á blöðruhálskirtlinum. I will keep you posted.
ég upplifi líka þetta *toganiðurbolinnmóment* í hvert sinn sem ég fer... furðulega vandræðilegt móment!
Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir...og afhverju þurfa þessar tangir og glennur alltaf að vera svona kaldar, er ekki hægt að halda þessu volgu einhvernveginn!!
bara pæling...
Spurning að biðja bara doksa eða aðstoðarkelluna að skella tólunum undir hendurnar og verma þau aðeins ...nei bara svona pæling!! hehe
Hils Tinna
Hæ skvís
Þessar kjallaraskoðanir eru náttúrulega alltaf góður forleikur, alveg það heitasta í bransanum hehe.. En allavega það væri sjúklega gaman að hitta á þig einhvern daginn hér í Danmörku, það er nú ekki svo langt á milli okkar núna;-)
Kær kveðja Steffí
Vá ég fékk vatn í lungun við að lesa þetta hahahahahaha tærasta snilld ;)
Takk fyrir alla hjálpina elsku Addý mín.
Skrifa ummæli