þriðjudagur, september 18, 2007

Bleeeeeeeeeeeeee

Hér er fingurfimi hjónanna í hámarki þessa dagana. Ofnafærslur, spörtlun og málun. Barnaherbergið skal verða fínt og það fyrir afmæli prinsins sem verður nú á laugardaginn. Þá er efnt til stórveislu með kökum og tilheyrandi. Vonandi að eitthvað ætt verði á boðstólnum. Ef illa fer er Chianti pizza ekki langt undan... Annars verður gestkvæmt hjá okkur hjúum næstu vikurnar. Elísabet ætlar að koma með gemsana sína á föstudaginn, enn er óvíst hvort eiginmaðurinn verði með í för. Á laugardagskvöldið, eftir afmælið, kemur Halla Rós frænka með tvær skutlanna sinna og verður hjá okkur í rúma viku, eða þar til hún fær íbúðina sína afhenta, því fjölskyldan af Selfossi ætlar að setjast að hér í bæ um óákveðinn tíma. Drengirnir úr Sandkæret, þeir Daníel og Gabríel ætla líka að dvelja hjá okkur einhverjar nætur. Svo það verður í nógu að snúast, enda fátt leiðinlegra en að hanga í leti, þó það sé auðvelt að detta ofan í það ef maður hefur ekkert fyrir stafni.

Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...

Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með soninn á morgun.

Nafnlaus sagði...

Jáhá sko. Það er yndislegt að vera hjá ykkur hjónakornunum, og þið losnið ekki við okkur fyrr enn á miðvikudaginn, þið eruð alveg ótrúlega þolinmóð, það er nú ekkert lítið að fá heila fjölskyldu inn á sig og þar að auki með tvær vel virkar stelpu skottur ;)

Þið eru æði og hafið alveg bjargað okkur ;)
Tusund tak