föstudagur, janúar 04, 2008

Gleðilegt árið öll sömul!

Yndisleg jól, kósý áramót og notalegar stundir með fjölskyldunni einkenndu hátíðahöld þetta árið, ja eða á síðasta ári... Við fengum fullt af fallegum gjöfum og þökkum mikið og vel fyrir okkur!
Ég saknaði Íslands þó óvenju mikið yfir hátíðirnar, en við komum brátt, ég og börnin, einungis fimmtán dagar þangað til við birtumst á klakanum.
Of mikil leti á hátíðardögunum hafði mikil áhrif á lestur fyrir Pædagogik og handikap II í dag og skilaði ekki nema 4 í prófinu. Þetta er reyndar 7 á gamla 13-skalanum svo ég er nokkuð sátt. Náði, þó ekki hafi það verið með pompi og prakt. Hver kíkir svosem á þessar einkunnir, annar en maður sjálfur, þegar upp er staðið?!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ gleðilegt ár og takk fyrir gamalt og gott. Þú varst að tala um að þú hafir verið að gera ritgeð um tvíteingd börn væri til að sjá hana ef ég mætti. Er nefnilega með mörg svoleiðis hjá mér í leikskólanum

Addý Guðjóns sagði...

Hmmm... það væri kannski mögulegt ef ég vissi hver þú værir ;) hehehe...

Nafnlaus sagði...

... hehe, einmitt það sem ég hugsaði!

Gleðilegt ár Addý mín og ég hlakka til að hitta þig í heimsókninni. Við skipuleggjum saumó á meðan íslandsdvölinni stendur.

Með sprengikveðju, PANG! Milla

Nafnlaus sagði...

hehe þetta er að sjálfsögðu ég Ingibjörg gleymi alltaf að skrifa nafnið mitt haha

Heiðagella sagði...

en hvað er að vera TVÍTEINGD börn, audio in/out....?
hihihihi

Addý Guðjóns sagði...

Börnin eru í rauninni tvítyngd. Sem gerir það nú ekki betra, ég meina, með tvær tungur?! En þá er að sjálfsögðu átt við tungur í samhenginu mál. Sem sagt börn með tvö mál. Ekki með tvær innstungur ;)