föstudagur, janúar 18, 2008

Þá líður að heimför

Nú er farið að telja niður klukkustundirnar þar til við þremenningarnir stígum á íslenska grundu. Tilhlökkunin er mikil og töskurnar orðnar rúmlega fullar. Ég skil ekki hvernig ég kom öllum jólagjöfunum með í sumar! Að sjálfsögðu fer töluvert meira fyrir kuldagöllum og kuldaskóm en stuttbuxum og sandölum.

Fyrir þá sem vilja hitta okkur, þá komum við til að dvelja hjá múttu og pabba að Katrínarlind 1 í Grafarholtinu, ekki í Kópavoginum ;) Símanúmerið hjá þeim er 557-1768, svo veit maður aldrei hvort það verði kannski hægt að hafa gsm síma þarna heima.

Með þrusukveðju!

Engin ummæli: