Ég er með dúndrandi hausverk og búin að grenja úr mér augun. Ég fór í síðasta prófið í dag, í sprog- og talevanskeligheder II. Mér fannst heppnin vera með mér er ég komst að því að ég kæmi upp í afasi, eða málstoli eins og það heitir á okkar ástkæra ylhýra. Það gekk þó ekki betur en svo að ég fékk þá hræðilega ljótu einkunn 4 (7 á gamla skalanum). Að mínu mati er það hreint óskiljanlegt þar sem ég fékk, að mínu mati, engin haldbær rök fyrir einkunnagjöfinni. Þannig var að ég fékk svokallað case sem ég þurfti að koma mér inn í, sem var upp á 3 þéttritaðar A4 síður, auk þess sem hlusta átti á upptöku af viðkomandi afasíusjúklingi, sem var hræðileg, það hvorki heyrðist almennilega né sást myndin almennilega. Út frá þessu átti ég svo að fylla út WAB-test skema og reikna út hvaða afasíutýpu viðkomandi hafði, auk þess sem ég átti að bera WAB-niðurstöðuna saman við þá niðurstöðu sem ég fékk út úr hlustuninni og horfinu á upptökurnar. Þegar ég hafði loksins náð að hlusta og lesa case-ið, eða að hálftíma liðnum, reyndi ég eftir mesta megni að pára niður eitthvað á blað til að hafa með mér inn til kennarans og prófdómara. Það var lítið sem ég náði að rita niður, auk þess sem ég náði bara að lesa journal-inn einu sinni yfir og það nokkuð hratt. Inni í prófinu skellti ég svo út úr mér því sem mér fannst vera við hæfi og fannst mér standa mig nokkuð vel. Kom, að mínu mati, með ágætis rök fyrir því sem ég sagði og hélt mig við Broca´s afasi. Reyndi svo að koma inn á það að talmeinafræðingarnir verði að taka tilliti til viðkomandi einstaklings þegar tekin er ákvörðun um kennslu fyrir viðkomandi, auk þess sem nánustu aðstandendur skipta miklu máli, osfrv. osfrv. Ástæðurnar fyrir lágri einkunn virðast vera annars vegar að ég var ekki nógu ákveðin (skil ekki alveg þann rökstuðning) auk þess sem mér fannst afasíusjúklingurinn hafa gott af því að komast í samveru með öðrum, góð hugmynd sögðu þær, en hentar trúlega ekki þessum einstaklingi, sem mér fannst skrýtið þar sem mér fannst hann hafa sýnt smá framför hvað varðar félagslyndi, en áður hafði hann verið þunglyndur og er það trúlega enn, þó ekki eins mikið.
Já, munnleg próf í dönskum háskóla sökka!
Ástæðan: Maður hefur ekki hugmynd um út frá hverju einkunnin er gefin!
Þegar ég kom heim beið mín hinsvegar súkkulaðikaka sem börnin og maðurinn bökuðu, umm... hún var góð og ekki voru knúsin og kossarnir verri ;)
Núna ætla ég að fara að huga að heimför og vona að prófið falli í gleymskunnar dá.
miðvikudagur, janúar 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Á sama tíma og ég óska þér til hamingju með að ljúka þessari prófatörn þá segi ég "I feel your pain". Munnleg próf eiga bara heima innan veggja heimilisins.
Elsku Addý mín, ég vona að þú hafir klárað kökuna. Þetta var nú meiri geimverskan sem þú lýstir fyrir okkur - ekki færeyska þó.
Hvenær kemur þú heim - er að skipuleggja saumó, man! Hvað verður þú lengi?
Kveðja, Milla
já úff farðu bara að plana heimferð og hitta okkur skvísurnar í góðum saumó.
kv. Lilja
Saumó hljómar roooooosalega vel!
Ég kem heim á laugardaginn og verð til 10. febrúar, svo það verða rétt rúmar þrjár vikur.
Sjáumst hressar!
Hjartanlega sammála...munnleg próf eru verkfæri djöfulsins!!!
Well...nú er það bara ICELAND HERE WE COME.....
Knús Tinna
Skítt með einkannir/einkunnir, þetta eru bara kjánar sem fundu upp þetta system..... ef ég fer einhverntíman að stama, þá verður þú sko minn talifræðingur. hehehe
Njóttu íslandsins svo mín kæra....
knuz Heiðagella
Skrifa ummæli