laugardagur, júní 14, 2008

Kátt í höllinni

Þá eru Jódís, Hinni og Allan mætt á svæðið. Þau brunuðu í hlað í gærmorgun eftir rúmlega sólarhringsvöku. Létu það þó ekki á sig fá og trölluðu sér í miðbæinn með Helga og Bríeti Huld. Við mæðginin urðum öll eftir heima, ásamt stórvininum Hákoni Inga. Það var því ekki fjarri lagi að þreytan gerði vart við sig þegar líða tók á daginn og fólk var komið nokkuð snemma í ból, sé litið framhjá frameftirvöku unganna þriggja. Nú er stóðið í Rose að kíkja á tuskur. Á meðan sefur Tóbías Mar í vagninnum og múttan brýtur saman þvott með internethléum ;)

Ég brunaði með yngsta fjölskyldumeðliminn til læknis í gær þar sem hann átti að mæta í fimm vikna skoðun, þrátt fyrir það að vera einungis fjögurra vikna! Hann kom vel út úr skoðuninni, orðin 4,7 kg. og 59 cm. Svo hann stækkar og það vel.
Í gærkvöldi ákvað herramaðurinn þó að láta svolítið í sér heyra sökum vindverkja. Trúlegt er að sveinninn ungi hafi með öskrunum verið að mótmæla hangikjötsáti móðurinnar. Skammi, skamm mamma!


Að öðrum mömmum. Hún mútta mín verður stór á morgun, þegar hún kemst á sextugsaldurinn. Hún heldur, að gefnu tilefni, svaka samkomu í kvöld (enda miklu að fagna þar sem ég er ekki á landinu!) með vinum og vandamönnum. Það verður án efa mikið um söng og gleði og góða súpu. Verst að missa af stuðinu! Til hamingju með afmælið fyrirfram, elsku mamma!

Gangið hægt um gleðinnar dyr!
Þar til næst...

3 ummæli:

Ágústa sagði...

Til hamingju með skvísuna hana mömmu þína.
Hér er búið að bera nánast alla búslóðina út í bíl, kvöldmaturinn borðaður úti í gluggakistu :)
Var að ljúka síðasta verkefninu sem ég tók að mér (brúðkaup) og er mikið fegin og hlakka til að komast í smá slökun - sem verður þó ekki fyrr en eftir um tvær vikur þar sem mín bíður að þrífa og mála íbúðina eftir að herrarnir eru farinir.
Knús í kotið - biðjum að heilsa gestunum.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
hef heyrt sögur úr afmælinu og sumir víst hressari en aðrir og líka daginn eftir. (Solla smá skot á þig)
Nú er lilli mann að ná fæðingarþyngd SJS!!!!
Ást og friður yfir hafið

Nafnlaus sagði...

Halló elsku Addý.

Til hamingju með Tóbías Mar, fallegt nafn :) ...eitthvað svo ævintýralegt líka, Tóbías í turninum er auðvitað hvað þekktastur, og hann var sko flottur kall!

Hafði það ljómandi gott og til hamingju með múttu þína.