fimmtudagur, júní 19, 2008

Jólaverslun í júní

Enn er letin að gera útaf við mig og manninn, þrátt fyrir að starfsfólk leikskólans sé aftur komið til starfa. Ég hafði mig þó á fætur á mannsæmandi tíma í morgun og dreif mig með heimasætuna til læknis. Krafturinn var svo mikill að ég fór meira að segja í Rosengårdcentret með Slöttílein-Heiðu og Rexinu hennar. Þar skóflaði ég eins og nokkrum jólagjöfum í poka, þrátt fyrir að enn séu örfáir mánuðir til jóla. Það er aldrei verra að vera á undan áætlun ;)

Nú ligg ég hins vegar fyrir framan imbann, sem hefur ekki upp á neitt annað að bjóða þessa dagana en fótbolta, með uppáfitjað fyrir nýja lopapeysu. Það er kannski spurning að fara að drífa sig í að koma puttunum í gang, í stað þess að horfa á hnyklana.

Þar til næst...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar, tók upp á því sama hér í Esbjerg-letinni :-)
Fór í HM og skveraði eins og 5-6 jólagjöfum, og nú hugsar maður um þyngina þar sem líklega verður engin ísl.ferð í ár. Þannig að allt er þetta í minna og léttara kanntinum þó ekkert endilega þeim ódýrasta :-)
Bestu letikveðjur frá Esbjerg.
Þín mákona Elísabet