fimmtudagur, júní 12, 2008

Letin er við völd

Vellívell...
Leti, leti og aftur leti. Þetta er eina orðið sem lýsir fjölskyldunni þessa dagana. Gestirnir hurfu á brott, allir með tölu, á þriðjudaginn, svo hér er tómlegt um að litast, sé reynt að horfa framhjá öllu draslinu ;) Helgi meikaði það þó að drífa í eins og eina þvottavél í morgun á meðan við Tóbías Mar sváfum eins og steinar. Eldri gemlingarnir eru aldir á sælgæti og Cartoon Network og ristuðu brauði þess á milli. Dagskrá dagsins er þó að drífa í því að brjóta Mount Þvott saman og koma honum fyrir á réttum stöðum, drífa afmælis- og skírnargjafir á sína staði og gera gestaklárt fyrir morgundaginn, þegar Jósa mjósa, Hinni pinni og Alli skralli mæta á svæðið.

Skírnar- og afmælisveislan tókst svaka vel og mæting var góð, sólin lét meira að segja sjá sig og staldraði barasta lengi við, og má afrakstur útiverunnar sjást á mörgum gestanna ;) Þétt var setið útifyrir og börnin nutu sín í botn í Sun Lolly- og sleikipinnaáti. Skírnarkakan tókst bara nokkuð vel, sem og mexíkóska súpan. Enda varla við öðru að búast með allar þessar hjálparhellur í kringum okkur! Ömmurnar þrjár börðust um athygli yngsta piltsins, sem naut þess í botn að sofa á börmum þeirra til skiptis. Nú tekur því við afvenjunartímabil hjá foreldrunum, þar sem reynt verður að fá piltinn til að sofa annars staðar en í fangi einhvers. Vagninn kemur þar sterkur inn! Snuð vill drengurinn helst ekki sjá og hver veit nema það fylgi fæðingardeginum! Hihihi...

Við þökkum kærlega fyrir börnin og þau fyrir sig! Auk þess sem við þökkum fyrir alla þá ómældu hjálp frá ömmunum, löngunni, afanum og öðrum sem hönd lögðu á plóginn, svo veislan yrði að veruleika. Takki takk, allir saman!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona á þetta að vera,, leti, leti, leti púkar hahahaha.... Er stolt af ykkur ;)
Enn jamm takk fyrir okkur, þetta var æðisleg veisla hjá ykkur í alla staði.
Knús frá Seden Syd

Nafnlaus sagði...

Oh..ekki laust við öfund hérna megin.. eftir þann 16.júní verður LETI hér...a.m.k í nokkra daga þar til skyldan kallar! haha
Knús að norðan
Tinnsla