fimmtudagur, júlí 03, 2008

I'm alive!

Ja, blogga segirðu? Það er svo erfitt að finna eitthvað að blogga um þessa stundina. Heimilishaldið er að komast aftur í fastar skorður eftir agaleysi síðustu vikna. Drengurinn yngsti farinn að vera værari úti í vagni, en þó ekki fullkomlega sáttur. Hann er þrjóskur en ég er þó þrjóskari, svo það verður að vana hjá peyjanum innan fárra daga að sofa úti. Veðrið er yndislegt og lífið, svei mér þá, líka.

Ég skráði Tóbías Mar á biðlista eftir leikskólaplássi, ja eða vuggestue-plássi, í upphafi viku en fannst þó ekkert liggja á því, enda kauði ekki orðinn sjö vikna. Fékk svo bréf þess efnis í dag að búið væri að vinna úr umsókninni. Bréfinu fylgdi aðgangs- og lykilorð á heimasíðu Óðinsvéa, þar sem ég get fylgst með stöðu mála á biðlistanum. Eins og sönnum forvitnisseggi sæmir skundaði ég beint á Netið til að athuga í hvaða sæti drengurinn lenti á þessum lista. Að sjálfsögðu 16 sæti! Hann er jú Íslendingur! ;) Samkvæmt þessu verður það greinilega að vera manns fyrsta verk að skrá börnin á biðlista eftir leikskólaplássi þegar maður kemur heim af fæðingardeildinni. Ótrúlegt hreint. Ég tek það þó fram að ég sótti að sjálfsögðu um vistun á sama leikskóla og systkini hans sækja. Ef ég læt af þeim kröfum að fá hann þar inn, þá gengur það mun fyrr fyrir sig að fá dagvistun fyrir hann, þá trúlega hjá dagmömmu.

Síðasta helgi fór í veisluhöld, þó ekki okkar, heldur hjá Heiðu "frú tæknifræðingi", á föstudaginn, þar sem við skófluðum í okku mexíkóskri súpu og skoluðum henni niður með viðeigandi drykkjum. Á sunnudaginn var ferðinni svo heitið í Højby, þar sem við átum á okkur gat í sameiginlegu afmæli þeirra feðga, Alla og Gabríels. Vel var mætt á báða staði þó Erlingur hafi hvergi látið á sér kræla ;)

Welli well... best að njóta sólarinnar á meðan kauði sefur.

Engin ummæli: