laugardagur, júlí 19, 2008

Stjörnuspá

Hvaða rugl er þetta: Hrútur: Ekki örvænta þótt þú hafir enn ekki fundið hinn fullkomna áheyranda sem er upprifinn af hverju orði sem þú mælir. Það verður auðveldar að finna hann í næstu viku.? Ég hef Helga! Hann er nokkuð þolinmóður hlustandi, sérstaklega þegar kveikt er á fótbolta! Hehehe...
Annars fínt að frétta. Ungi prinsinn sefur enn á næturnar og á það til að taka langa lúra á daginn, þó það sé ekki algilt, enda skiptir það litlu, það er bara þvotturinn og hreingerningarnar sem fá að bíða í staðinn. Því ungi maðurinn vill mikið vera á höndum móðurinnar þegar hann vakir, en hann er þó að verða betri á leikteppinu.
Helgi er sendur í vinnu hvern einasta laugardag núna, þar sem frúin er á íslenskum fæðingarstyrk, sem ekki er sérlega vænlegt á genginu 17! Við huggum okkur á meðan hérna heima, restin af fjölskyldunni, á meðan pabbinn streðar.

Eigið annars bara góða helgi!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

... hahaha ... ég rak líka augun í þessa stjörnuspá ... hef Svavar :)

-Milla

Nafnlaus sagði...

hahaha.....humhum....
Bíð enn:(
Jósa