miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Munið þið eftir lyktinni af haustinu? Ilminum af glænýjum skólabókum? Eða splunkunýrri skólatösku á stólbaki, pennaveski með velydduðum blýöntum og trélitum og tilfinningunni að vera nýr, á nýjum stað, á nýju skólaári? Dóttir mín upplifði þetta í dag, á sínum fyrsta skóladegi, sínum allra fyrsta skóladegi. Foreldrarnir fylgdu galvaskir frumburðinum í skólann og stoltið finnst varla meira en það var hjá okkur hjúunum þegar litla skinnið fann sætið sitt og deildi spenningnum með hinum börnunum í 0A í Hjalleseskolen.


Sjálf fór ég á fund hjá Sidse Borre á Ringe Sygehus í gær. Sidse var svo elskuleg að taka að sér að verða leiðbeinandi minn í BA-starfsnáminu. Ég byrja hjá henni þann 1. september. Við komumst að samkomulagi um að ég athugi alexi og agrafi hjá tveimur týpum af málstoli, annars vegar hjá sjúklingi með svokallað ikke flydende afasi, sem einkennist af því að sjúklingurinn á erfitt með tjáningu en skilur það sem sagt er við hann, og hins vegar hjá sjúklingi sem er með flydende afasi, en þeir sjúklingar geta talað mikið en skilja minna, oft er það sem þeir segja innihaldslítið þó setningauppbygging sé rétt. Að mínu mati er þetta allt rosalega spennandi og ég hlakka til að takast á við verkefnið, þó álagið verði mikið meðan á þessu stendur. En íslenskir víkingar láta það ekki á sig fá heldur klára það sem fyrir er sett.

Eigið gott kvöld kæru vinir!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegasta skólastelpan ;) Og ekkert lítið stolt með töskuna á bakinu, hún er yndisleg þessi elska ;)

Já og frábært að heyra með praktíkina, til lukku sætan mín ;)

Ágústa sagði...

Flott er hún skólaskvísan - held það sé yfirleitt erfiðara fyrir foreldrana þegar börnin byrja í skóla!

Bestu kveðjur á Bláberjaveginn

Heiðagella sagði...

Mikið hefur hún Bríet stækkað við að byrja í skóla ;o)
Held ég sé sammála síðasta kvittara, það er erfiðara fyrir gamla settið en börnin sjálf að ná þessum áfanga...
knuz til ykkar
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Ohhh...svooo flott skólastelpa!! Hún á eftir að massa þetta...eins og múttan á eftir að gera með praktíkina!! ;)
Knús Tinnsla