þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Rútína

Þá er skólaganga dótturinnar að verða að rútínu. Móðurinni þykir það þó ennþá heldur skrítið að senda dótturina í skólann í stað þess að rölta beint í Bolden. Við komum þó iðullega við á Bolden þar sem herramaðurinn í miðjunni þarf að komast á sinn stað. Bettina, Maria og Allan losna því ekki við okkur nærri strax.

Annars er þreyta farin að gera vart við sig hjá móðurinni, enda er vekjaraklukkan stillt á 6:10 svo hægt sé að koma gemlingunum öllum á sína staði án þess að upphefjist stress og ómögulegheit. Enn sem komið er er það ekkert mál að rífa sig upp svo snemma enda ennþá bjart á þessum tíma sólarhrings. Það er þó verra þegar eldri börnin taka upp á því að skella sér yfir í mömmu- og pabbaból á næturnar, því sá yngsti fær iðullega að kúra í milliholunni þegar kemur að næturgjöfum, mamman er svo hrædd um að missa hann á gólfið ef hún fer að dotta! Þegar börnin taka upp á þessum ósið þarf pabbinn að flýja bólið, enda ekki pláss fyrir karlgreyið fyrir gemlingum. Sumir spyrja sig væntanlega hvers vegna við bönnum bara börnunum ekki að koma upp í, sem væri trúlega bráðsniðugt, en þras um miðjar nætur er ekki alveg fyrir mig né manninn minn, því kjósum við heldur svefn hvar sem við nú fáum hann!

Að öðru. Við ætlum að skjótast til Köben næstu helgi! Jibbí... Við erum búin að bóka gistipláss á Danhostel, sem er bara svona vandræðaheimili eins og Danirnir kalla þetta ;) Það verður fínt að komast í annað umhverfi og gera eitthvað saman sem brýtur upp hversdagsleikann. Eitthvað skemmtilegt og fjölskylduvænt verður væntanlega fyrir valinu, Bakken eða Eksperimentarium, Strikið eða eitthvað álíka sniðugt! Ég geri þó ráð fyrir því að toppurinn verði að hitta Emil Orra litla sem er ekki svo löngu kominn í heiminn.

Þar til næst...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm ... það er svo hlýtt og gott þegar allir eru komnir uppí. Svona á lífið að vera. Það finnst Steinþóri mínum allavega. Pabba er engin vorkunn þó hann þurfi að flýja yfir í ný-yfirgefið og ylvolgt rúm, hehe. Hann þarf bara að passa að börnin eigi nógu rúmgóð rúm :)
-Milla