föstudagur, október 31, 2008

Börnin, blessuð börnin

Um daginn þegar við fjölskyldan komum heim lagðist Elí Berg í gólfið og bað um að verða háttaður. Þegar lokið var við útigallaháttunina heyrðist í Bríeti Huld: " Elí Berg, eigum við að koma að bolla?" og Elí Berg sem enn lá í gólfinu svaraði: "Nei, ég nenni því ekki núna!".
Já, það er greinilegt að leyndarmál heimsins eru börnunum kunn. Þó virðast elskuleg börnin mín ekki þekkja nema hálfa söguna því er móðirin krafðist útskýringar á því hvað "bolla" þýðir urðu útskýringar dóturinnar á þá leið að þetta væri eitthvað sem kærustupör gerðu, að stelpan legðist ofan á strákinn og styndi svolítið.

Annars er ég ánægð með kennarann hennar Bríetar Huldar (sem ég geri ráð fyrir að ekki stuðli að umræðum um kynlíf í bekknum). Hún kennir börnunum ótrúlegustu hluti. Áherslan er ekki bara lögð á stafrófið og reikning, heldur kemur barnið uppfullt af vitneskju heim um hitt og þetta. Um daginn var mikið rætt um Ástralíu og Egyptaland. Skömmu seinna var þemavika um kroppinn og næringu (og foreldrarnir fengu vel að kenna á skvísunni í sambandi við matvælainnkaup til heimilisins), í vikunni er svo búið að ræða mikið um vatn og gera tilraunir með vatn. Skvísan skellti sér því fyrir framan töfluna í eldhúsinu og tók móðurina í kennslustund í því hvað flýtur og ekki flýtur. Hún sagði mér m.a. frá því að 2/3 ísjakans eru undir sjávarmáli og einungis 1/3 yfir því. Í sambandi við vatnið var einnig rætt um hvernig bátar flytu og m.a. var farið í grófar útskýringar varðandi það þegar Titanic sökk. Þetta var skvísan mín allt með á hreinu. Í kennslunni les kennarinn fyrir börnin eins og venja er og nú um mundir er hún að lesa Hobbitann eftir Tolkien, bók sem ég heyrði ekki um fyrr en í FB. Þetta finnst mér alveg brilljant. Kennarinn virðist nota alla þá resúrsa sem hún finnur í daglega amstrinu og fletta sögunni inn í kennsluefnið.
Marianne fær því tíu stig frá mér!

Jæja þá. Eigið góða helgi!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara flott, svo nú þarf að kenna dömunni hvering og bræður hennar urðu til :-Þ Þið foreld. farið nú létt með það :-Þ Enda komin með þrjú börn svo þið ættuð að vera einhverju vísari ;-Þ

Kveðja frá Esbjerg.

Nafnlaus sagði...

á að vera "hverig hún og bræður hennar"...

Nafnlaus sagði...

já sæll
þetta getur verið snúið
hvaða orðalag skal nota þegar veita á börnunum útskýringa af tilvist lífsins.
talaðu eins hratt og mögulegt er
"inneign þín er að verða búin"
og málið dautt
kv.mjósan

Addý Guðjóns sagði...

Heheh... já, það er spurning að nota þá aðferð!

Nafnlaus sagði...

ha ha fyndin saga.
Sammála þér með kennarann, svona á að gera þetta! Bríet á semsagt ekki í neinum vandræðum með dönskuna :o)

Kveðjur,

Lísa

Nafnlaus sagði...

I inclination not approve on it. I think precise post. Especially the designation attracted me to read the unscathed story.

Nafnlaus sagði...

Amiable fill someone in on and this post helped me alot in my college assignement. Say thank you you on your information.

Nafnlaus sagði...

Opulently I acquiesce in but I dream the brief should prepare more info then it has.