Ég sé að það eru tæpar tvær vikur síðan ég pikkaði eitthvað hér inn á síðuna.
Reyndar er fátt að frétta. Börnin búin að vera meira og minna veik og lítið orðið úr skrifum, og ég sem ætlaði að klára ritgerðina fyrir Íslandsför. Vonandi hefst það, þó hægt gangi.
Ég var með Tóbías Mar hjá hne í dag, þar sem hann fékk eyrnabólgu fyrir nokkru síðan. Hjá lækninum kom í ljós að hann er með mikinn vökva í eyrum og í stað þess að setja drenginn á endalausa pensillínkúra, ákvað doksi að skrá hann í röraígræðslu þann 8. desember nk. Einkennin hjá kauða eru nefnilega þau sömu og hjá eldri bróðurnum, og hann þekkir læknirinn. Það er þó óskandi að rörin sitji eitthvað lengur í Tóbíasi en Elí Bergi, sem á einu ári fékk þrisvar sinnum grædd rör í hljóðhimnurnar, að lokum voru grædd í hann svokölluð t-rör sem þarf að fjarlægja með aðgerð.
Já, þeir hafa erft þennan skemmtilega tendens fyrir eyrnabólgum, af mér synir mínir.
Eigið góða daga og munið að vera góð við hvert annað.
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ég er handviss um að slæma genið kemur ekki frá þér... Helgi á 100%sökina ikk?? sem og örvhendinguna (já og nú hlær íslenskufræðingurinn ábyggilega)
knuz SoonToBeBjútífúl...Again..
Jú ég er nú ansi hrædd um að þetta blessaða eyrnagen komi frá þér Addý mín .'Eg man eftir ansi mörgum andvöku nóttum með þér elskan mín og þetta lagaðist ekki til fulls fyrr en þú fékkst grædda nýja hljóðhimnu mannstu? Hvað varstu gömul mig minnir 8ára er það rétt? En allt tekur enda um síðir ekki satt?
Hlakka til að sjá ykkur öll 18 des get ekki beðið,elska ykkur þín mamma.
Hæ dúllurnar mínar.
Þetta helv.....eyrnavesen er sko í okkar ætt get ég sagt þér, það voru andvökunætur hjá mér fyrstu 3 árin með Höllu Rós. Er nokkuð skrítið þó maður líti orðið út eins og "herfa herfa láttu þig hverfa" með bauga niður á hæla eftir þetta allt saman ;-)
Knús og kossar á ykkur öll,
hlakka líka mikið til 18 des
ykkar Ammabeib í Marteinslauginni
Já, ég tek á mig alla sök.
Vona bara að þetta hafi ekki langvarandi áhrif.
Ef svo verður, ætti talmeinafræðingurinn, mamma hans að geta tekið á því. Spurning þá að byrja á hinum tveimur! Hihihi...
Skrifa ummæli