Ég hef svosem ekkert að segja, ég er bara orðin leið á því að horfa alltaf á þessa fyllibyttumynd þegar ég kem inn á síðuna og þetta er eina leiðin til að losna við hana án þess að eyða henni út ;)
Síðustu daga hefur próflesturinn farið út um þúfur sökum ælupestar og niðurgangs með hita hjá yngsta fjölskyldumeðliminum. Hann er búinn að vera ansi slappur síðan aðfaranótt sunnudagsins og það hefur lítið farið fyrir svefni og hvíld hjá fullorðna fólkinu, svona eins og gengur og gerist þegar ungarnir veikjast. Þar sem það þarf einhver að vera heima hjá prinsinum höfum við hjónin ákveðið að skipta með okkur verkum á þann háttinn að Helgi fer í vinnuna á morgnana og ég fer í skólann og les þegar hann kemur heim. Ágætis fyrirkomulag.
Það styttist óðum í fyrsta og, að ég tel, erfiðasta prófið (9. júní) og fyrstu gestina (14. júní) þau Sigga Jón, Ingibjörgu og Siggu Jónu jr. Sem segir það að það styttist líka í síðasta prófið sem verður á bilinu 23. eða 25. til 30. júní, jibbííííí! En fögnum ekki strax.
Dagurinn fyrir fyrsta prófið (þeas 8. júní) er afmælisdagur dótturinnar, en varla verður mikið um skemmtun né veisluhöld þann daginn því guttinn á að fara í röraísetningu sama dag. Ætli við förum samt ekki út að borða með hana, trúlega á flottasta matsölustað veraldara, McDonalds! Eða kannski Bone's það er fínn og barnvænn staður.
Jæja, best að sinna litla manninum.
þriðjudagur, maí 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Held og lykke í öllum prófunum. kv frá jyllandi :)
Æjjæ elsku litli kúturinn, vona að hann verði fljótur að hrista þetta af sér...
Og gangi þér velí lestrinum elsku frænka
Skrifa ummæli