Jæja, ég ætla að vona að síðustu skrif mín hafi ekki valdið öllum jafn miklum óþægindum og henni Höllu Rós frænku.
Héðan er það að frétta að við erum komin með nýja tölvu og nýjan prentara, svo nú þarf ég ekki að dröslast alla leið upp í skóla til að prenta einn og einn snepil út. Tölvan er æði! Það heyrist ekkert í henni og hún opnar dagblöðin á núlleinni og drepur ekki á sér, jafnvel þó ég tali við Berg bróður á msn-inu! Yndislegt! Gærdagurinn, sem átti að fara í lestur, fór í að setja tölvuna upp og setja hitt og þetta inn í hana svo hægt sé að hafa samband við umheiminn. Svo skiptumst við hjónin á að prófa gripinn og ég efast um að sú síða sé til sem ekki fékk heimsókn af okkur í gær. Ég hlakka mikið til að eyða næstu árum í samfloti með þessari nýju elsku... bara óskandi að hún bili nú ekki!
Í gærkvöldi stalst ég til að eyða síðasta hálftímanum vakandi í sjónvarpsgláp og datt inn í þáttinn Extreme makeover. Þegar honum lauk fór ég í háttinn með tilheyrandi snyrtingu og speglaglápi. Þá rann upp fyrir mér að þrátt fyrir mín þrautsetnu tryggu aukakíló er ég bara þrusu sátt við sjálfa mig! Ég gat ómögulega fundið eitthvað sem þarfnast lagfæringar að undanskildu fitusoginu. Það er ekki þar með sagt að lýtalæknar myndu líta mig sömu augum og ég. Enda skiptir það engu máli.
Megið þið eiga góða helgi!
Hér kemur ein súkkulaðitilvitnun sem vel á við!
"Jo mere chokolade man spiser, jo sødere bliver man!"
föstudagur, maí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hei beib.. elskan mín þetta make over dæmi þetta lagar nú ekkert hið innan á enda erum við perfect er það ekki... knús Hronnsla
Veit nú ekki alveg hvort ég hef rétt á að tjá mig um útlit kvenna verandi með bótox milli augnanna. Bótoxið eyddi ekki hrukkunum, ég hefði sennilega þurft stærri skammt en hættan við það orðið sú að augnlokin hefðu sígið niður fyrir augu og ég orðið sjónlaus. En líf er aftur að færast í gáfuhrukkurnar svo ég get aftur farið að setja í brýrnar. Til hamingju með nýju tölvuna....nauðsynlegt heimilistæki á hverju heimili.
Ég hef það nú ágætt samt sem áður hehehe.....
Til hamingju með nýju tölvuna elsku famili, við erum einmitt með eina nýja, rosalegur lúxus, ;)
Hvernar voruð þið að spá í að koma til landsins?
kveðja Halla Rós klígjugjarna frænka
ekkert fitusog sko, bara meira að elska...
Takk fyrir besöget í gær, alltaf gaman að sjá þig esskan...
ses Heiðagella
You are beautiful...
knús frá O.N
TT
Skrifa ummæli