föstudagur, maí 26, 2006

Lús í krús sem borðar mús en er ekki fús til góðra verka!

Fátt finnst mér ógeðslegra en sníkjudýr. Lítil skríðandi viðbjóðsleg sníkjudýr! Í dag lentum við í því í annað skiptið á tveimur vikum að börnin fengu lús. Sem betur fer var bara ein í hvoru barninu í þetta skiptið, en nóg samt til að þvo kolla, skipta um rúmföt, frysta busta og greiður og setja bangsana í einangrun. Æðislega skemmtilegt. Lúsavandamálinu hjá drengum var reddað með snöggri heimaklippingu, allt hárið fékk að fjúka! Hann tekur sig bara fjári vel út drengurinn, svolítið rokkaralegur. Það er ekki eins auðvelt með skvísuna. Ég veit ekki alveg hvernig viðbrögðin yrðu hjá fjarstöddum ömmum og öfum og öðrum ættingjum og vinum. Trúlega myndu foreldrar okkar hjóna sannfæra dönsk yfirvöld um að við værum með öllu óhæfir foreldrar og fara þess á leit að börnin yrðu send heim til nánustu ættingja, þeirra sjálfra. Sönnunargagnið: snoðuð lítil stúlka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆJÆ Ekki er nú blessuð lúsin skemmtilegust, ég er nú svo heppinn allavega enn sem komið er að lúsin vill ekki Ólafíu mína, enda sem betur fer með hár sem komið er langleiðina að rassi ;),)

Nafnlaus sagði...

ææææææææ ekki gaman.... en er litla snúllan snoðuð..
kv
Bumbulíusinn...