Notó spotó. Við sitjum heima mæðginin öll, sötrum heitt kakó og horfum á Mikka mús á meðan fjölskyldufaðirinn þrælar sér út fyrir komandi H&M viðskiptum.
Ég ætti þó að sitja sveitt yfir Zemlin, Netter og öðrum skemmtilegum líffærafræðibókum þar sem við erum formlega komin í upplestrarfrí. Óformlega verður þó kennt fram að 31. maí í anatomi og fysiologi, sem er líffærafræði, þrátt fyrir að prófið sé þann 9. júní! Frekar mikið óskipulag fyrir eins vel skipulagða þjóð eins og Daninn er.
Þannig er nefnilega mál með vexti að við fáum nú um mundir kennslu í svokölluðum votsölum, þar sem líkamspartarnir eru geymdir. Þar fáum við að skoða og grufla aðeins í höfðum, loftvegum og svo framvegis og svo framvegis. Allt í þágu vísindanna. Það er mjög gaman að sjá hvernig þetta er í raun og veru. Þó svo myndirnar hans Netters séu góðar þá jafnast ekkert á við það að sjá hvernig þetta raunverulega er. Auk þess er varla hægt að segja að líkamspartarnir séu beint ferskir eftir 10-15 ára legu í formalíni svo það er varla nokkuð sem minnir mann á að þetta hafi eitt sinn verið lifandi mannverur, ja, nema kannski hálfopin augu og líkamshár. Lyktin er reyndar ekkert sérstök og loftið oft ansi þungt þarna uppi í sölunum sjálfum, en þetta er ekkert erfitt, alls ekkert óyfirstíganlegt. Enda erum við svoddan hetjur þarna í logopædi/audiologi, að við hristum allan aumingjaskap af okkur og öndum bara með munninum.
Súkkulaðitilvitnun, sem gleymst hefur undanfarið:
"Hænderne væk fra chokoladen, så vil ingen komme til skade!"
sunnudagur, maí 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Vá ég öfunda þig að fá að sjá hausa í formalíni..væri sko alveg til í það, ég hefði betur farið í skurðlækninn eins og til stóð um níu ára aldurinn.
Þú værir ábyggilega frábær heilaskurðlæknir, Gillí! Ég myndi allavega treysta þér fyrir kollinum mínum, því þú myndir ábyggilega laga aðeins meira og bæta um betur!
Ja hérna þetta dytti ekki mér til hugar að þú værir að krafla í þessu........ og verðru þér ekkert flogúrt... knús Hronnsla og bumbubúinn
Allavega er ég til í H&M þegar við komum ef þú sérð þér fært um að líta smástund upp úr bókunum
kv Ingibjörg Jóhanna
ojbara, ég kúgast nú bara við það eitt að lesa þetta.....
Hvernig væri nú bara að láta Helgann redda nokkrum svínahausum frá Íslandi Þá getur þú bara æft þig heima í stofu..! ekki amalegt það:) en annars bið ég bara að heilsa í bili!
en hvernig er þetta eru ungarnir þínir alveg hættir að blogga?:)
hmmm eitthvað rámar mig í eina með smá ógleði í krukkuborg í denn!! hehe
Já, það er töluvert betra að kíkja á svona hluti þegar maður er kona einsömul en þegar maður er það ekki!
hehehe....
Ég biði ekki í þetta enn og aftur ;) mér finnst þetta ógeðslegt og er alltaf að ímynda mér þetta uppúr þurru.
Þar sérðu bara hversu mikil áhrif skrif þín hafa á mig elsku frænka
Skrifa ummæli