laugardagur, ágúst 26, 2006

Góð heimsókn en slæmar fregnir

Klukkan er 9 þennan danska morgun og það er greinilegt að flestir klakaverjar sofa á sínu græna þar sem enginn er mættur á öldur msn-sins. Því ákvað ég að setjast niður við tölvuípikkingar og segja eitthvað fréttnæmt af okkur fjölskyldunni hér í landi hennar hátignar Margrétar Þórhildar.

Í vikunni komu þau amma Addý og Jón við hérna hjá okkur eftir góðan siglingartúr í Svíþjóðinni. Þau dvöldu hér frá mánudegi til fimmtudags og það var alveg yndislegt að hafa þau. Það fór gustur, sem sárlega var farið að vanta, um heimilið. Krafturinn í skvísunni, henni ömmu minni, var svo mikill að uppþvottavélin fékk meira að segja frí! Ekki svo að skilja að gestirnir eigi að taka að sér heimilisstörfin hér á bæ, en þið vitið hvernig þessar ömmur og mömmur eru... Eina ráðið til að halda henni frá húsverkunum hefði trúlega verið að færa henni prjóna og lopa í hönd og segja: "hana'!". Nei það fer ekki mikið fyrir letinni hjá fólki mér eldra. Ég mætti taka það mér til fyrirmyndar hve atorkusamt þetta fólk er. Mömmur, ömmur, pabbar og afar, alltaf eru allir á fullu. Svo mæðist ég við tilhugsunina um þvottinn og amma hafði ekki einu sinni þvottavél á upphafsárum búskapar síns! Að ég skuli ekki skammast mín, sem allt hefur til alls. Það eina sem ég þarf að gera er að sortéra þvottinn, spreyja blettahreinsi hér og hvar, skella honum í vél og setja í gang. Svo einfalt er það. En mikill vill meira, þannig er það bara, það jaðrar hreinlega við að vera náttúrulögmál.

Annars eru þær fréttir heimanað að hann Bergur litli bróðir minn varð fyrir því óláni að vera hrint fyrir lögreglubíl á menninganótt. Af þessu hlaut hann opið beinbrot á sköflungi þar sem báðar pípurnar brotnuðu. Settur var í hann nagli sem nær frá hné niður að hæl og er boltaður fastur á að minnsta kosti fimm stöðum. Hann er því búinn að vera inni á spítala í tæpa viku og sleppur þaðan í fyrsta lagi á morgun. Vonandi nær hann sér sem allra fyrst. Það eina sem hægt er að segja er að sem betur fer fór ekki verr. Þrátt fyrir að lítil huggun sé í þeim orðum fyrir þann sem liggur kvalinn inni á spítala. En ég veit hve duglegur og atorkusamur hann er svo ég geri hreinlega ráð fyrir því að hann finni hjá sér krafta til að sigrast á þessu.
Já, það er ótrúlegt hvað ölæði og stundarbrjálæði getur haft í för með sér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leitt að heyra með bróður þinn, furðulegt hvað ruglið í bænum er orðið mikið, vonandi nær hann sér fljótt. Ég er svooo sammála þér með okkur eldra fólk, maður bara skilur ekki hvernig það komst af og svona er mamma, alltaf að gera eitthvað, gera hreint, búa til sultur, saft, slátur, baka og elda og er aldrei verklaus. Ótrúlegt fólk.

Nafnlaus sagði...

Leitt að heyra með bróður þinn, það er nú bara rétt eins gott að það fór ekki verr.
Kannast við það að fá svona heimsóknir frá eldra fólki, bara tekurþvílíkt til hendinni hjá manni hehee næs samt.
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Jeminn eini hver gerir svona lagað að fleigja fyrir framan bíl.. það ætti að ath hausinn á sumum skilaðu kveðju til hans frá mér.
Addý svo með hérna ofvirka eldra liðið.. ég var að tala um þetta við múttu um daginn hvað það var frábært hvað allir þekktust í blokkinni og bla bla þá kom Hrönn mín ég var heima með ykkur á daginn og somuleiðis hinar mommurnar.. það er ekki þannig í dag.. við kvk og kk vinnum alveg jafn mikla vinnu þannig að ef að það er hægt að auðvelda sér lífið þá gerum við það eins og þau hefðu gert hefði þetta verið aðeins ó´dýrara í den.... í dag er þetta svo breitt... þannig að skálum bara í ´pepsí og segjum húrra fyrir nútímaþægindum p.s. ég er ekki með uppþvotta vel and æm góng craaaaaaaaassssyyy
knús
Hronnslan

Nafnlaus sagði...

Já Addý mín, það verður sko ekki af henni ömmu okkar tekið að hún er brjálæðislega dugleg, hún var að hjálpa okkur að flytja núna um helgina, og værum við ennþá að setja ofaní kassa ef ekki hefði verið fyrir hana og mömmu mína sko, ég meina það þvilíkur krafturinn, og svo núna þá sit ég við tölvuna hehehehe... Það held ég að amma mín yrði ánægð að sjá leitina í mér núna;)

Enn að Berg, þetta er ótrúlegt, ég held að það sé ekki öruggt að fara í miðbæ reykjavíkur um helgar orðið, þvílíkur líður. Enn hann er loksins komin heim þessi perla og er því einhvað kvalarminni :( og eins og þú sagðir að þá er hann svo sterkur og duglegur að hann á eftir að rífa sig uppúr þesu miklu fyrr enn nokkurn grunar ;)

Jæja best að standa upp frá tölvudruslunni og fara að halda áfram af nógu er að taka ;)