miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Peysan klár


Hér eru myndir af peysunni sem ég prjónaði fyrir hana Cherie, dagmömmuna hans Elís Bergs, sett inn fyrir múttu og ömmu að skoða. Maður þarf víst alltaf að fá viðurkenningu frá mömmum og ömmum fyrir handavinnuna, ekki satt?! Svo ég vona að mínir fáu dyggu lesendur láti þessa myndbirtingu ekki ergja sig.





Ég fann einmitt búð í dag sem selur rándýran Álafoss lopa! Hér í miðbæ Óðinsvéa er sem sagt hægt að nálgast slíkan varning, en dýr er hann!

Hilsen...

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekkert smá flott peysa..! Eins og ég hef alltaf sagt.. ÞÚ ERT KJARNAKONA ADDÝ..... ;o)
knus Tinna

Nafnlaus sagði...

Elsku dúllan mín þú færð sko 10 fyrir hana þessa hún er æði ég læt þig bara prjóna á mig okey ? Hlakka svakalega mikið til að hitta ykkur knús til allra þín mamma.

Nafnlaus sagði...

ég panta hér með eina. Ótrúlega flott. Hvað kostar hún ;)
hilsen IB

Nafnlaus sagði...

Vááaá u go girl...
addý við erum að tala um að ég kann ekki að fitja upp á hahahaahah þetta er svaka flott hjá þér.. .
kv
Hronnsla

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú BARA snillingur Addý mín, það er alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur.....getur ALLT.....knús til ykkar frá Ömmubeib (Sigfríð frænka) ;-)

Nafnlaus sagði...

Rosalega stoltur af þér gamla mín:)
ég ætti kannski að fara að láta múttu kenna mér á prjónana á meðan ég er að jafna mig. Ég ætti allavega að hafa nægan tíma! Veitti ekki af að sauma eitt stykki xxxxxl sokk utan um gifsið mitt:) En eins og ég segji þá er þetta meistaraverk og ég þykist vita hvaðan þessir taktar koma.. heyrumst!
kv:stoltur brósi

Nafnlaus sagði...

Jaa, það er ekki hægt að segja að fólk sitji aðgerðarlaust í skólafríinu sínu! Það er aldeilis kraftur í kellu ásamt því að vera að setja ofan í kassa.....eða hvað? Þetta er hin flottasta peysa hjá þér og gæti fjöldaframleiðsla gert LÍN einum lánþeganum fátækari!!!
Kveðja frá klakanum,
Þorgerður

Nafnlaus sagði...

Hrein snilld Addý mín þetta liggur víst í genunum haha þú hefur engu gleymt, síðan hérna í denn á seljabrautini þegar hvíta peysan varð til ástarkveðja til ykkar Berglind frænka.

Addý Guðjóns sagði...

Já, það er spurning að takast á við fjöldaframleiðslu og losa sig undan LÍN. Enda tekur ekki nema rúma viku að smella í eina svona. Þ.e.a.s. þegar maður einfaldlega hefur sig í að gera eitthvað ;)

Nafnlaus sagði...

Hrikalega flott peysa, ég endaði nú bara með því að þurfa að kaupa mér rándýra peysu uppá tólfþúsund kall, því ekki kann ég að prjóna svona ;) hehehe Ég hefði betur keypt mér ferð út til þín og farið í kennslustund hjá þér ;)

síjú love ya

Addý Guðjóns sagði...

Iss piss. Það kostar nú ekki nema um 2000 kall í þetta dót. Alger óþarfi að vera að eyða meir en sem því nemur í peysu! Ég prjónaði einmitt peysu á Helga í fyrra og sá svo eina eins í búðarglugga neðst á Skólavörðustígnum sem kostaði 18000 kr.! Ég varð mjög ánægð, þar sem ég borgaði ekki nema um 3000 kr. fyrir efnið í peysuna hans og hún var töluvert stærri en þessi sem hér er á síðunni!

Elva Dögg sagði...

VÁ! Að kunna að prjóna svona ... Dugleg ertu manneskja.

Gott að einhverjir af okkar kynslóð munu halda þessari kunnáttu á lofti. Ekki kann ég einu sinni að fitja upp lengur ... Agalegt.

Til lykke.