laugardagur, ágúst 05, 2006

Þjóðhátið og prinsessa

Þjóðhátið, þjóðhátið.
Um helgina er hin margumtalaða verslunarmannahelgi. Hér sitjum við hjónin ásamt börnum í rólegheitum í blíðunni í Danaveldi á meðan obbinn af móðurfjölskyldu minni drekkur mjöð á hinni fögru eyju, Heimaey. Í dalnum er vanalega mikið fjör og mikið gaman og álsi þeim engum sem þangað sækir stuð og stemningu. Hin síðustu ár hef ég ekki gengið á vits glaums og gleði í dalnum fagra, en þess í stað leitað hælis í örmum míns ástkæra eiginmanns og barna. Ekki slæm skipti, að minnsta kosti að ég tel. Hins vegar kemur upp löngun, ekki mikil en kannski smá, í að skjótast inn í svo sem eins og eitt gott gítarsöngpartý í einu heimatjaldinu. Ummmm... those were the days... En lífinu er víst deilt upp í kafla og þjóðhátíðarkaflanum virðist að mestu lokið, þó ég gæli við hugmyndina um svona eins og eina góða með honum Helga mínum síðar. Vonandi verður mér að ósk minni innan ekki alltof margra ára... Reyndar efast ég um að úthald mitt til djamms yrði meira en sem nemur nokkrum klukkustundum hvert kvöld, en það yrði án efa gaman, svo lengi sem börnin yrðu í góðum höndum.

Jæja, ég vil óska þjóðhátíðargestum góðarar skemmtunar!

Auk þess vil ég óska henni Sollu, frænku minni, og honum Gumma mági mínum til hamingju með litlu prinsessuna, sem fæddist þann 1. ágúst. Hún verður án efa sannkölluð þjóðhátíðardrottning einhvern daginn, enda ættuð úr Eyjum!

Hilsen,
Adds padds

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

gleðilega þjóðhátíð skutla...
Hlakka til að fá læri læri tækifæri...
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Já ég er sammála þér með Þjóðhátíðina, eina sem ég myndi alltaf helst vilja sjá er Brekkusöngurinn ;)

Enn ég skal glöð vera með börnin þín fallegu ef ýkkur langar á þjóðhátíð ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er farinn að plana ferð á næsta ári ertu með :) Maður verður að fara áður en drykkju úthaldið verður alveg farið.
Allavega takk kærlega fyrir okkur um daginn

Nafnlaus sagði...

Þjóðhátíðin var að gera góða hluti..! En já það væri ekki leiðinlegt að fá ð sjá þá gömlu bregða sér á eitt stykki Þjóðhátíð. Allavega áður en ég verð of gamall fyrir þetta líka;)