laugardagur, september 02, 2006

Tvær vikur í flutning

Nú styttist heldur betur í að við fáum húsið afhent. Í dag eru þrettán dagar í herlegheitin. Stefnt er að því að flytja tveimur dögum eftir afhendingu, þann 17. sept. og til aðstoðar er búið að smala að minnsta kosti fimm fílhraustum karlmönnum. Til að vera sem best undirbúin skutumst við hjónin niður að grensa (landamærum Danmerkur og Þýskalands) og roguðumst þaðan með nokkra kassa af öli fyrir karlana og einn og einn af léttu fyrir þá sem heldur kjósa það. Við erum einmitt líka svo heppin að mútta gamla ætlar að kíkja hingað til okkar næstu helgi og vera einhverja daga og aðstoða við flutninga, enda er ágætt að hafa eina svona skvísu sem getur tekið ákvarðanir um það hvar diskar og glös eiga að vera á núlleinni, krafturinn er þvílíkur. Já, kvenpeningurinn hinn eldri í móðurfjölskyldunni er ansi hraustur og ráðagóður svo á hann er rúmlega stólandi. Ég held að mamma væri nú ekki alveg róleg yfir ástandinu hér á bæ eins og það er núna, hér er ekkert komið í kassa en það stendur til bóta í næstu viku. Við fengum hreinlega nóg af kassalifnaði á síðasta ári, svo tíminn í kössum verður hafður í lágmarki í þetta skiptið. Enda nægur tími til pökkunar.
Helgi var svo í æfingarbúðum hjá Alla og Kristrúnu í gær, svo hann ætti að vera í formi fyrir þetta þegar að kemur hjá okkur. Drengirnir þeirra hugguðu sér hérna með okkur hinum á meðan.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð esskan, það er sko enga stund verið að henda ofaní kassa, allavega kláraði amma þ.að eins og skot með aðstoð frá mömmu alveg í einum grænum hvelli ;) við komum austur kl 17 og það var eiginlega allt komið í kassa kl 20 ;)

ÞAnnig að þetta á eftir að ganga fínt hjá ykkur ;)
Gangi ykkur rosalega vel

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel í flutningunum.

Nafnlaus sagði...

fer bara alveg að koma að þessu ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, takk fyrir alla hjálpina yfir fluttningahelgina :) og gangi ykkur vel í ykkar flutningahelgi. Koma krakkanir ekki hingað á sunnudaginn?