Þá er hinu tveggja vikna langa bloggfríi mínu formlega lokið. Hvort einhver hafi tekið eftir þessari fjarveru minni er svo allt annað mál. En hingað er ég komin aftur...
Ég sit í nýju stofunni minni með tölvuna í fanginu og er tengd þráðlaus við umheiminn, engar snúrur að flækja sig í og maður getur verið hvar sem er, þvílíkur munur! Þessu mæli ég eindregið með. Ég skil hreinlega ekkert í mér að hafa ekki orðið mér úti um þessa græju áður. Nú er hún mætt í hús, því er um að gera að njóta.
Við erum að reyna að koma okkur fyrir litla fjölskyldan hér á Bláberjavegi, það gengur ágætlega þó frágangur íbúðarinnar á Ugluhæðinni trufli athafnagleðina hér á bæ. Áætluð lyklaskyl þar eru á mánudaginn svo helgin fer í þrif og annað ditt og datt. Eftir það verður það litla ryk sem hefur náð að setjast á penslana dustað af og tekist verður á við málningarvinnu hér, enda hafa fyrri eigendur hreinlega verið fastir við borvélina. Alltof mörg og út um allt. Við máluðum herbergi barnanna og reyndum að koma því í svolítið gott stand áður en flutt var inn, restina af húsinu, að undanskyldu eldhúsinu þarf að betrumbæta. Það verður gert núna næstu vikurnar.
Annars fer rosalega vel um okkur hérna í húsinu okkar, garðurinn er yndislegur og eldhúskrókurinn hreint æði, svona ekta kaffibollaeldhúskrókur. Nýju húsgögnin eru farin að týnast inn, borðstofuborðið og skenkurinn eru mætt á svæðið og stólanna og sófans er beðið með eftirvæntingu. Þá verður nú aldeilis flott hérna hjá okkur!
Ég læt þetta duga í bili og hripa kannski niður nokkrar línur þegar að því kemur að ég hef eitthvað að segja...
föstudagur, september 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hej skutla, vona að þú Njótir hreingerningarinnar, hehe eða allavega að henni verði brátt lokið.... og þú getir farið að snúa þér að þrífa nýja húsið
snakkes
Heiðagella
Enn og aftur tillykke með nýja húsið þetta er æði hjá ykkur.
Maður er nú alltaf smá tíma að komas sér alveg fyrir, það er en dót hér og þar hjá okkur sem við vitum ekki alveg hvar á að vera.
Hilsen til næst.
Til hamingju með húsið og flutninginn og gott að fá þig aftur í bloggheima. Lögmálið =fleiri fermetrar meira að þrífa= er víst í gildi í Danmörku sem annarsstaðar.
Skrifa ummæli