Heilt og sælt veri fólkið.
Sökum flutninga og óframhleypni danskra síma- og internetyfirvalda verð ég að leggja þessa annars ágætu bloggsíðu tímabundið niður. Ég mun þó pikka á lyklaborðið eins fljótt og auðið er (sem væntanlega verður ekki fyrr en eftir tæpan mánuð ef marka má heimasíðu TDC). Ekki svo að skilja að ég geri ráð fyrir því að fólk komist ekki af án mín og minnar vitleysu, en hitt er annað mál að ég vil bara gera grein fyrir bloggleti minni.
Að lokum vil ég óska Magna til hamingju með frábæran árangur í Rock Star Supernova! Þó svo ég geri mér fulla grein fyrir því að hann lesi ekki þetta þvaður mitt, en hún Eyrún hans á það til að reka nefið hér inn, svo hún skilar kannski kveðjunni til hans og smellir einum á sig, hann og Marínó Bjarna litla. Til lukku Eyrún mín! Lukkan felst, held ég, ekki síður í því að þú misstir hann ekki á tónleikaferðalag með gaurunum atarna ;) Frábær árangur engu að síður!
Knús og kossar til ykkar þriggja sem þetta lesið! Þar til næst...
fimmtudagur, september 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá ekki fyrr enn eftir mánuð, það er engin smá tími sem þeir taka sér í þetta. Fúlir og latir þessir danir hehehehe...
Og já ég er sammála þér með Magna, hann stóð sig með prýði í þessari keppni og ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þau saman aftur og þegar hann var að tala um að hann ætlaði bara heim og leika við Marinó ;) bara sætt ;)
Enn elsku fjölskylda ég vona að það gangi rosalega vel að flytja, og verður gaman að heyra fréttir svo úr nýja húsinu, Elska ykkur elsku dúllurnar mínar og hafið það sem best, bið að heilsa henni Mömmu þinni líka...
Knúsar og kossar kveðja Halla Rós frænkuspott ;)
Takk takk snúllan mín! Er nú samt að missa hann út aftur eftir áramót...á túr með húsbandinu - það er samt ögn skárra!...knús frá Fróni
Skrifa ummæli