fimmtudagur, október 12, 2006

Ekki neitt

Ég ætla að byrja á því að óska henni Þórdísi, "frænku" minni, til lukku með tvítugs afmælið! Auk þess vil ég óska öllum hinum sem hafa átt afmæli undanfarnar vikur til lukku með daginn, þau eru ófá afmælisbörnin sem ég hef gleymt að senda kveðju hér á síðunni, þar á meðal er hann Íbbi bró. Til lukku karlinn!

Annars er nú lítið af okkur Dönunum að frétta. Reyndar fengum við AuPairina okkar í gær. Hann Janus, pabbi hennar Láru, vinkonu okkar, ætlar að dvelja hér hjá okkur um stundarsakir. Hann á víst að vera óbreyttur gestur (mér finnst orðið leigjandi ekki alveg passa) en hann smellti sér bara í málningargalann í gær og hjálpaði Helga að hespa málningarvinnuna af og afmáði þar með gestatitilinn. Nú er því búið að mála öll herbergin og stofurnar báðar. Þvílíkur munur! Næst á dagskrá eru myndaupphengingar og gardínusaumur. Vei, vei, jibbí jei! Borðstofustólarnir koma á morgun, svo ferðina á haugana með gamla dótið má ekki draga um of. Skvísan þarf að gera fínt hér!

Þar til verður brýnni verkefni að leysa, svosem eins og nefípikkingar og pósthúsferð (það eru ansi margir á klakanum farnir að bíða eftir bögglum héðan).

Eigið góða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna! Til hamingju með nýja pleisið, vona að það eigi eftir að fara vel um ykkur.

Kveðja frá Stralíu

Sunna

Nafnlaus sagði...

Ekki málið, þú mátt alveg bæta minns á þína síðu, ég skal setja þinns á mína ;-)

Heiðagella sagði...

takk fyrir skemmtilegan skutludag sæta spæta... og eki var kvellið verra, þið misstuð þó af seinnihálfleik....sem var mun meira slöttí og hummmmhumm, svelgist á bara....

Hilsen úr hverfi hinna fallegu (hlutanum sem er þó enn meira Hottari sko, smbr. SlöttíLane....)

HottíSpottí