föstudagur, október 20, 2006

Skál fyrir öllum, konum og köllum!

Hvað er mikilvægara en að hanga á Netinu eða í símanum öllum stundum?
Þó svo að þvotturinn bíði, ásamt ólesnum skólabókum, óunnum verkefnum og óþrifnu húsi fara samskipti umheimsins við mig ekkert minnkandi (þið ætlið varla að fara að skella skuldinni á mig?!). Börnin eru höfð í náttfötum til klukkan tvö og gott ef móðirin hafi nokkuð ratað úr sínum fyrr en um svipað leyti. Ég held stundum að ég þyrfti pískara hingað, eina frekar reiða kerlu með svipu sem sér til þess að verkin séu unnin og það vel! Ekki af henni, heldur mér! Jább, skább... Haustfríið fór því ekki nema að litlu leyti í það sem því var ætlað. Lestur og verkefnavinna fékk að víkja fyrir almennu hangsi og sjálfsdekri, sem að mestu fólst í of miklu áti og of lítilli hreyfingu. Rex pex ætlar, að mér skilst, að reyna að koma mér upp úr sófanum um helgina og fá mig til að hlaupa á eftir sér. Ég hef svikist undan síðustu tvö skipti og borið við barnavesen, það fer að verða álíka gömul lumma og að hundurinn hafi étið heimavinnuna. Svo það er ljóst að ég verð að fara að finna upp á einhverju nýju. Nota kannski sófasetu helgarinnar í fílósóferingu um það.
Ég vil að lokum lyfta glasi (reyndar er þetta bara tebolli) fyrir henni Andreu Líf, frænku minni, sem í dag fyllir eitt ár. Auk þess skála ég að sjálfsögðu líka fyrir honum Halla frænda sem er 16 ára í dag (trúlega meira tilefni til að skála!)!

Eigið góða helgi!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhíhíhí.... Gott að þú ert farin að blogg SVOLDIÐ AFTUR

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þið eruð alveg að ná þessum danska rythma...slappa bara af og hafa það huggulegt....passa sig bara á bjórnum, hann býr til vömb á kalla og kellingar.

Nafnlaus sagði...

hehe leti er bara gott... maður þarf á því að halda stundum sæta og þú átt það alveg skilið
knús
Hronnslan