þriðjudagur, desember 26, 2006

Fortsat god jul!

Gleðilega hátíð kæru vinir og ættingjar!
Héðan frá Danaveldinu er allt gott að frétta. Við fjölskyldan höfum átt alveg yndisleg jól. Rólegheitin og átið hefur verið hvað mest áberanda, enda börnin vel öguð í sofaframeftirsiðum. Sjónvarpsgláp og lestur jólabókanna hefur einnig einkennt jólahaldið á þessum bæ. Við brutum þó jóladag upp með því að halda í þetta líka fína jólaboð hjá Daða og Lene í kastala rétt fyrir utan Bogense. Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að koma! Það var rosa gaman að fá að kynnast svona alvöru dönsku jólaboði. Fjölskyldan hennar Lene í móðurætt var þarna samankomin í glænýjum kastala (byggður á 13. öld og endurbyggður á þeirri 17.) ásamt okkur Íslendingafíflunum og sjálfum gestgjöfunum, Lene og Daða. Síldin, rúgbrauðið, kambasteikin, heit liverpåstej með beikoni, eplamús með beikoni, íslenskur graflax og sósa og margt fleira fylltu hlaðborðið, að ógleymdu frábæru ostasalati Lenu. Ummmm... allt bragðaðist þetta með eindæmum vel. Fólkið var líka hið besta, talaði meira að segja við okkur, jafnvel þó illskiljanleg værum, enda eru þau vön Daða og hans íslenska hreim, þó danskan hans sé í dag töluvert betri en okkar! Vonandi náum við einhvern tímann í rassgatið á honum. Þegar heim var komið smelltum við kerlurnar í fjölskyldunni okkur fyrir framan imbann og gláptum á Krónikuna og Olsengengið á meðan sá yngsti svaf og sá elsti talaði við systkinin sín.
Hin lifandi vekjaraklukka vakti okkur svo ekki fyrr en klukkan tíu í morgun, því fór fyrripartur þessa dags aðallega í hangs af ýmsu tagi. Þegar mál var komið að fara að hypja sig úr náttfötunum og smella sér í sparigallan var klukkan að nálgast tvö. Þá var stormað út í Hjallesekirkju og hafin upp raustin í takt við undirsöng séra Þóris Jökuls og annarra viðstaddra. Að messu lokinni var haldið áfram að troða í sig, að þessu sinni í boði allra Íslendinganna sem þarna voru samankomnir. Síðan hlupum við veitingarnar af okkur með dansi í kringum jólatréð og hamangangi með einum besta jólasveini sem völ er á, að ég tel (að sjálfsögðu sló hann þó pabba (a.k.a. Kertasníki) ekki út!). Nú erum við familían komin heim, börnin fyrir framan imbann, karlinn í ættfræðina, múttan í tölvuna og hangikjetið í pottinn.
Aðfangadagskvöld var að venju heldur rólegt hérna hjá okkur. Reyndar er greinilegt að unga daman á heimilinu er búin að uppgötva töfra pakkaupptökunnar. Foreldrarnir höfðu vart undan að fylgjast með frá hverjum hvaða gjafir voru og þar fram eftir götunum. Daman var varla búin að rífa utan af einum pakka þegar búið var að ná í annan. Slíkur var offorsinn. Pilturinn var þó öllu slakari, enda tel ég orku hans hafa verið rænt af prinsessunni, systur hans! Ég vil nú nota tækifærið og þakka allar fínu, flottu gjafirnar sem við fjölskyldan fengum þetta árið! Takk fyrir okkur og eins og Daninn myndi segja: fortsat god jul!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ástarþakkir fyrir jólagjafirnar slæðan komin um hálsinn nælan komin í ponsíon, myndin af prinsessunni og prinsinum komin á píanóið, búin að eiga yndileg jól í faðmi fjölskyldunnar, jólasveinninn í ár var monsjúr Ívar og fór á kostum. Var að koma úr göngu með Jóni sit i kaffi hjá Sigfríð eins og er, er svo á leiðinni í mat til mömmu þinnar og pabba. knús og kossar amma. Ég elska ykkur rosa rosa rosa mikið ;-)

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku fallega fjölskylda og gleðilega hátíð, mikið hvað ég saknaði ykkar í jólaboðinu í gær, dísus, ég var heldur ekki í fyrra og núna þegar ég fór fannst mér heilmikið vanta og svo fattaði ég að sjálfsögðu að það væruð þið´.
Nu verðið þið AÐ fara að koma heim sko. Langar svo að knúsa ykkuyr og kyssa ;)