Klósettleysi í tvo sólarhringa er ekki alveg að gera sig. Í stað hópferðar í bað til Heiðu var haldið í aftöppunartúr til hennar áðan. Aumingja kerlan ætlar aldrei að losna við okkur. Reyndar sést grilla í ljósa sólargeisla, þar sem búið er að flísaleggja og fúga, nú er bara verið að bíða eftir því að fúgan þorni svo hægt verði að nota húsmóðurina í þarfari verk en bloggskrif og annan óþarfa. Það má þó með sanni segja að garðurinn hafi fengið að njóta góðs af salernisleysinu þar sem bæði heimilisfólkið og gestir þeirra hafa létt á sér í moldina. Þau Bergur bró og Rebekka hans komu til okkar á föstudaginn og voru hjá okkur yfir helgina. Það var voða notó að fá svona himnasendingu frá Fróni. Þau eru náttúrlega algerir englar, bæði tvö. Við þurftum varla að hugsa um ungana þar sem þeir voru eins og sogskálar á kærustuparinu. Guttinn tók þó upp á því að kalla Berg Helga megnið af tímanum, enda tók hann alveg eftir því hve mikið það fór í taugarnar á frændanum ;) Já, maður kann sig þegar maður er tveggja ára! Annars var lítið gert annað en bara dólast, varla nokkuð búðarráp og ekkert farið í miðbæinn, enda varla veður til. Þessi rigningarsuddi er að gera alla brjálaða. Þó er von um að hann haldist þurr fram að jólum.
Jæja, ég ætla ekki að rausa meira í bili, enda á ég að vera að lesa undir próf. Fer í fyrsta prófið á miðvikudaginn og hlakka geðveikt til! Ja, eða þannig...
Með kærri jólakveðju,
Addý, sem ætlar að fara í sturtu heima hjá sér á morgun!
mánudagur, desember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er eins gott að verða ekki mjög brátt í brók ;)
Enn gaman að fá svona heimsókn ;)
Jæja elskurnar mínar allar ;)
Eruð þið ekki komin í jólastuð, mikið hefði verið yndislegt að hitta ykkur yfir hátíðarnar ég sakna ykkar svo mikið, enn ég er nú soddann tossi að ég efast um að jólakortið frá okkur nái að berast til ykkar fyrir jólin, enn ég mun láta þau frá mér fyrir jól, ég næ því ;)
Enn ástar og saknaðar kveðjur til ykkar frá mér.
Endalaust knús og kram
Love ya
kveðja Halla Rós besta frænka ;)
Skrifa ummæli