Nú held ég að hin alþjóðlega hjartavernd ætti að taka sig saman og ráðast að niðurlögum prófa. Ég hef komist að því síðustu daga að próf eru óholl með öllu. Stressið sem byggist upp í kringum próf er blóðþrýstingnum óvinsamlegt, svefnleysi próftarnanna er einnig sérlega óhollt sinninu og að ég tali nú ekki um mataræðið sem prófin færa með sér. Sykur, sykur, sykur og koffein, ja, reyndar ekki koffein í mínu tilviki, en samt! Ég tel því svo að aukið stress og óhollur lifnaðarhættir eigi rætur að rekja til aukinnar menntunar almennings. Með það í huga að aukin menntun kallar á fleiri próf og fleiri próf kalla á meira stress og verra mataræði og trúlega minni hreyfingu sökum tímaskorts. Allt þetta kemur svo niður á börnunum sem engan fá tímann með foreldrunum á meðan þeir lesa undir blessuð prófin, vonandi fjárhag fjölskyldunnar til betrumbóta síðar meir.
Já, því tel ég það mjög brýnt að sett verði á símat út um allan heim, til að sporna við þessu ástandi. Ja, eða jafnvel bara ekkert mat, bara mætingarskyldu, eins og í vinnunni. Það er nú kannski í lagi að maður þurfi að leggja eitthvað að mörkum til að öðlast háskólagráðu, en verkefnaskil eru betri en próf.
Takk fyrir mig og njótið súkkulaðisins!
Tilvitnun í tilefni súkkulaðidagsins: "Súkkulaði er allra bóta mein" eða var það "súkkulaði er allra meina bót"? Æ, ég man það ekki ;)
fimmtudagur, desember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Háskólinn á Bifröst er búinn að fatta þetta, prófum er lokið í endaðan nóvember og verkefnaskil eru tveimur vikur fyrir jól og þá yfirleitt stórt hópverkefni sem hópurinn þarf síðan að verja. Þá getur fólk notað lærdóminn til að gera gott verkefni í staðin fyrir að skila verkefnum 2 vikum af önn eins og stundum gerðist í HÍ en þetta kerfi hjá þér er aftan úr grárri...ég segi nú ekki meir. Þú gætir kannski bent þeim á að hafa samband við nýráðinn rektor á Bifröst Ágúst Einarsson...
Og eftir prófin tekur jólaátið við.. úfff hrikalega mikið á skólafólk lagt.. reyndar eru sumir grunnskólar hættir að hafa próf fyrir jól.. komin tími til.
kv. Lilja
Skrifa ummæli