fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ekki neitt

Mikið er ég orðin þreytt á prófastússi. Enn á ég eftir að skila einni ritgerð, ég er ekki byrjuð að skrifa nokkuð sem heitið getur, bara búin að pára nokkrar setningar og tengja saman í hluta inngangs. Sem nemi ætti maður að fá automatiskt sálfræðihjálp þessa tæpa fjóra mánuði sem próflesturinn varir. Það myndi spara mikið álag að geta tekið reiðina og kergjuna út á einhverjum hlutlausum, þó ekki væri nema bara til að hlífa börnunum, blessuðum börnunum. Mikið afskaplega hlakka ég til að kúra hjá þeim og lesa og spila jafnvel eitthvað smá, fara í göngutúra og hafa gaman! Þó ég sé hérna hjá þeim næstum alla daga, geri ég ekkert með þeim og því eins og draugur í þeirra augum. Sem betur fer eiga þau góðan pabba sem gætir þeirra á meðan mamman er á milli tveggja heima.
Annars er álagið búið að vera mikið á heimilinu að undanskildum prófunum. Við lögðumst öll í ælupest í annarri viku nýja ársinss og í vikunni þar á eftir lögðumst við öllu í flensu, auk þessa var skellinöðrunni hans Helga stolið og Bríet Huld fékk eyrnabólgu. Skvísan fór einmitt fyrst í leikskólann í gær eftir heimveru í tæpar tvær vikur. Þetta ýtir ekki beint undir gleðina sem fylgir próftörninni! Hehehe... En þær Berglind, Telma Ósk og Aníta Björk drógu okkur úr hýði okkar og spókuðu sig með okkur um bæinn, Rosengaard og dýragarðinn um helgina! Ég held hreinlega að það hafi reddað lífi okkar! Takk fyrir komuna kæru vinkonur og frænkur! Börnin skemmtu sér hið besta með þær skvísurnar, enda alltaf einhver sem nennti að bröltast um og gera eitthvað skemmtilegt. Þær frænkurnar Aníta Björk og Bríet Huld náðu bara nokkuð vel saman, dunduðu sér og léku allan tímann, á milli þess sem horft var á Latabæ. Hér áður fyrr máttu þær ekki líta hvor aðra augum án þess að gersamlega missa stjórn á sér, önnur æpti og hin grenjaði. Hihihi... gott er að þær komast heldur ekki undan klóm þroskans.
Að þessu slepptu er allt hið besta að frétta. Allir eru nokkurn veginn skriðnir saman og við höfum það þrusu fínt.

Engin ummæli: