Jæja, þá er ég búin með blessuðu ritgerðina sem á að skila á morgun. Reyndar vantar blek í prentarann svo frúin þarf að lalla sér út í búð í fyrramálið og sækja það svo hægt sé að ganga frá þessu í tæka tíð. Ohh... hvað það verður mikill léttir að koma þessu frá sér!
En að öðru. Mikið afskaplega var svekkjandi að tapa fyrir Dananum áðan! Geðveikur leikur sem landsliðið okkar átti. Það er kannski hægt að setja út á markvörslu og of opna vörn, en ég verð nú að segja eins og er að ég er nokkuð stolt af strákunum okkar! Þvílík barátta í gæjunum.
Það gerði það nú ekki minna spennandi að fylgjast með leiknum að sjá Tinnu alltaf á skjánum! Hihihi... orðin stórstjarna hjá handboltaupptökumönnum!
Best að fara að koma sér í háttinn.
Ég bið ykkur vel að lifa þar til ég rausa enn meira innan fárra daga.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli