laugardagur, janúar 20, 2007

Rigning og rok...

Þá er neurologi og neurobiologiprófið búið. Það gekk bara svona lala, sé miðað við það að fólkið á þessum bæ er allt búið að liggja í flensu síðan síðasta sunnudag, svo það hefur verið mikill skortur á einbeitingu fyrir blessað prófið, ég var enn hálflasin þegar prófið var þreytt. Reyndar fékk ég lausnina úr medicinsk audiologiprófinu sem ég tók rétt fyrir jól um daginn, útkoman varð 7. Ég uni því nokkuð vel, enda var gert ráð fyrir að einkunnin yrði að minnsta kosti heilum tveimur lægri. Nú er bara að bíða og sjá hvort Morten og Malene í videnskabsteori og Bente og Lis í neuro verði mér jafn hliðholl. Svo er að kasta sér út í ritgerðarsmíðar og afla sér upplýsinga um eitthvað skemmtilegt sem fjallar um máltöku L2. Skemmtó skemmtó.
Á miðvikudaginn komu svo Berglind, Telma Ósk og Aníta Björk til okkar að drífa okkur upp úr volæðinu með heimsóknum í Rose og bæinn. Nú er bara að finna út úr því hvað best sé að gera í haugarigningu og roki, dýragarðsheimsókn kemur jafnvel enn til greina, eða bílferð um bæinn.
Eigið góða helgi!

Engin ummæli: