föstudagur, janúar 12, 2007

Að fremja eða fremja ekki rán

Er þetta bara ég eða er eitthvað bogið við þessa setningu af visir.is: "Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir og löbbuðu fram hjá húsi þar sem rán var að eiga sér stað." Á rán sér stað? Fremur maður ekki rán? Ég bara spyr.

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

já maður spyr sig.

Nafnlaus sagði...

Ætli íslenskufræðingarnir hafi verið í fríi!!
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

ja rán gerist allavega ekki sjálfkrafa! Eitthvað sem á sér stað finnst mér vera eitthvað sem ekki er hægt að ráða við, eins og slys eiga sér stað og náttúruhamfarir. Ekki innbrot!

ég heyrði líka góða "málfars" sögu um daginn af grein um vinnuvélar sem starfsmenn á Fréttablaðinu voru að yfirfara fyrir birtingu. Starfsmaðurinn sem hafði skrifað greinina var hættur og kannski sem betur fer fyrir hann. Fyrirsögnin var svona "vinnur ekki eingöngu á gröfu heldur einnig við híðingar". Síðar í greininni kemur í ljós að sá sem viðtalið er tekið við vinnur líka á krana... hífingar...hehehe ;o)

Bestu kveðjur,

Lísa

Nafnlaus sagði...

Hæhæ takk kærlega fyrir kveðjuna:)Allt að komast í gang á nýja heimilinu með prinsessuna:D Biðjum að heilsa:)
kveðja frá Aarhus
Bylgja, Sigfús og daman