Mikið afskaplega getur maður orðið þungur sökum veðurs, eða réttara sagt sökum skorts á veðurblíðu. Til að reyna að drífa mig og aðra upp úr vesældinni ákvað ég að slá til gjörnings hér á Bláberjaveginum annað kvöld. Hér á að reyna að dansa fram sól með kokteil í hönd, allt í anda Benidorm og huggulegheitanna þar. Þó maður sé ekki með veðrið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að maður hafi stemninguna! Að sjálfsögðu verða bara góðar kvinnur í partýinu, því slíkt samkvæmi hæfir ekki fótboltabullum með bumbu; karlarnir verða heima, allir nema minn!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvenær komið þið hingað heim í sólarlandaferð? Ætla rétt að vona að þið skiljið rigninguna eftir úti....nei annars, það mætti nú alveg koma góð skúr til að fríska upp á þurrkin hér. Ekkert venjulegt veðurfar í þessum blessaða heimi....blíðviðri á suðvesturhorninu vikum saman, hef ekki upplifað það fyrr. Drífið ykkur bara upp eftir.
Já, það er spurning að drífa sig bara strax á "klakann" úr suddanum hérna. Annars komum við 3. ágúst í sólina og hlökkum mikið til.
Skrifa ummæli