laugardagur, júlí 14, 2007

Sólarsamba með kokteil í hönd

Það var voðalega fínt hjá okkur kokteilkvöldið í gærkvöld. Þó ekki hafi mætingin verið sérlega góð þá var fámennt en góðmennt.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.

3 ummæli:

Arnar Thor sagði...

Flottar myndir af skvísunum!!! Sjaldan er einn kokteillinn stakur.

kveðja,

Arnar Thor

Nafnlaus sagði...

Svaka skrugguskvísa Addý, flott dress....er sólin komin til ykkar? Sé að Milla hefur bæst í hópinn. Veðrið hér heldur áfram að vera fáránlegt og er orðið heldur þreytandi, grasið er brunnið og neysluvatn að þrjóta í sveitinni heima. Af tvennu lifum við af í rigningu en ekki í þurrki. Panta hér með nokkra danska dropa í kokteilinn minn.

Heiðagella sagði...

takk fyrir góðar pönnsur í dag og auðvitað líka þarna alla kokteilana þann daginn...
kys Heiðagella