fimmtudagur, júlí 05, 2007

LEEEEEEEETI

Þá er fyrsta vikan í fríi liðin. Langi verkefnalistinn er ennþá langur. Ég er hreinlega ekkert búin að gera. Fékk reyndar að passa börnin þeirra Elísabetar og Gulla og hafði mín í fríi, bæði á mánudag og þriðjudag, svo það er kannski ekkert svo skrítið að mér hafi orðið lítið úr verki þá. Svo hitti ég Óla minn í gær og fór út að hlaupa með Ragnhildi, þar með var dagurinn liðinn. Nú er ég hins vegar búin að fara út með Ragnhildi og sturta úr dótakössunum hjá börnunum, en þar með er það upptalið. Uppúrsturtunin tók svo á að ég varð að taka mér smá matarhlé áður en farið yrði í sortéringu ;) Spurning hvort ég þurfi ekki að sparka í rassgatið á mér svo ég haldist á lífi. Leti er hættuleg!

Best að halda áfram!

Hej hej.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei nei letin er góð, hún gengur yfir á rúmri viku eða svo. Hún er okkur mæðrunum alveg nauðsynleg hleðsla!! ;-)
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

láttu ekki svona, leti er nauðsynlegt, kennir manni að meta dagana sem maður er duglegur..
Hlakka til skrallerísins á laugardaginn.....
kys mín kæra...
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Heyrru nú mig ég held að maður megi vera latur stundum hvað þá 100% nemi með börn kall og heimili iss veistu þvotturinn og hitt dæmið fer ekkert frá manni þó að maður biður það vinsamlegast um að fara...
knús
Hronnslan þin sem að hlakkar til að sjá kelluna