Já, Helgi er búinn að kaupa handa okkur ferð til London þann 8. nóvember nk. þá á kauði afmæli og honum fannst alveg tilvalið að blæða á okkur ferð til drottningarinnar. Einn er þó gallinn á gjöf Njarðar en hann er sá að ég get engan veginn valið úr þeim þúsundum hótela sem borgin hefur upp á að bjóða. Svo ef þið vitið um eitthvert gott hótel, með sér baðherbergi (ég hef aldrei prófað slíkt hótel að undanskildu einu á Akureyri forðum daga) og roomservice, þá máttu endilega láta vita. Það myndi ekki spilla fyrir ef staðsetningin væri góð, enda verðum við bara frá fimmtudegi til sunnudags í borginni, svo tímanum má ekki spilla. Enn er ekki búið að ákveða með vissu í hvað tímanum verður eytt, en ég fjárfesti í Turen går til London sem búið er að fletta fram og aftur. Reyndar væri ég meira en til í að skella mér á leik með karlinum, en úrval leikjanna er ekkert sérlega mikið, eini leikurinn sem til greina kemur þessa helgina er Chelsea-Everton. Ég gæti þó smellt nokkrum myndum af fyrir Dadda í leiðinni ;)
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
miðvikudagur, október 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Frábært að skella sér til London, þekki ekkert til þar enda bara verið þar eina nótt, hótelið sem við vorum á var rétt hjá Oxford Street og Covent Garden...minnir mig. Herbergið var svo lítið að við gátum ekki snúið okkur í hring án þess að rekast í eitthvað.
Elsku Addý ég skal spyrja gamla við vorum einu sinni á frábæru hóteli,stutt í allt.En eins og þú veist er minnið hjá mér ekki upp á marga fiska tala við gamla og læt þig vita.Love Mamma er farin að telja niður dagana þangað til ég kem til ykkar.
Skrifa ummæli