sunnudagur, september 09, 2007

Þegar stórt er spurt

Bríet Huld er farin að velta fæðingunni og dauðanum mikið fyrir sér. Sökum þessa spyr hún mikið út í þessa hluti, "Kemur barnið út úr maganum?", "Hvernig kemst barnið í magann?" og svo framvegis. Til að rugla barnið ekki frekar í ríminu, tjáði múttan henni að barnið færi ekki í gegnum meltingarveginn til að ná niður í maga. Tilvonandi móðirin væri heldur ekki skorin upp til að hægt væri að koma barninu fyrir í móðurlífinu. Allt rökréttar athugasemdir og vangaveltur. Í stað þess að persónugera storkinn ákvað ég að segja barninu sannleikann... ja, eða nærri því allan sannleikann; "Barnið kemur í magann þegar pabbinn knúsar mömmuna rosalega fast". Stúlkan greip þetta á lofti og fyrr en varði snéri hún sér að mér og knúsaði mig af öllum sínum lífs- og sálarkröftum og sagði: "Nú er ég komin með barn í magannn".

Já það er stundum erfitt að finna út úr því hvaða svör passa við spurningar barnanna.

2 ummæli:

Arnar Thor sagði...

Snilld...Alltaf gaman að lesa bloggið þitt...smá þema fílíngur í þessu hjá þér...hlakka til að sjá næstu færslu.

Nafnlaus sagði...

Addý mín.
Ég stóð frammi fyrir þessari spurningu fyrir rúmlega ári síðan þegar að sonur minn fór að velta því fyrir sér hvernig faðir hans gæti mögulega átt einhvern þátt í að hafa búið hann til. Ég ákvað að segja honum allan, allan sannleikann, fannst ég svolítið vera að skemma sakleysið um stund en hann velti þessu fyrir sér og mér fannst hann eiga skilið að heyra og fá að vita sannleikann frá mér en ekki einhverjum öðrum. Hann trúir samt ennþá á jólasveininn. Honum létti því að loks kom líka skýringin á því hvernig lömbin verða til, folöldin og öll önnur spendýr jarðar. Við erum jú aðvitað spendýr. Eftir nokkurra mánaða dvöl í grunnskóla kom svo sonur minn heim einn daginn og spurði, "Mamma, lentir þú í keysara?". Eftir nokkra eftir nokkara spurningar frá mér komst ég að því að hann hafði verið að fræðast um meðgöngu og getnað í 6 ára bekk. Þá varð ég glöð að ég hafði verið fyrst til.

Addý mín, segðu henni sannleikann og allan sannleikann annars gæti hún farið að hætta að vilja knúsa fólk í kringum sig. Hún er þess verðug að fá að ræða þetta í trúnaði við ykkur.

;) kveðja, Milla