Í dag á karlinn minn afmæli! Til lukku!
Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!
Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Til lukku með kauða! Ekki amalegt að vera tuttugu og átján!
Góða ferð til London og ég treysti á að þú komir full af orku til baka og smitir okkur hin ;o)
Hafið það rosa rosa rosa gott og njótið helgarinnar.
Knús Tinna
Til hamingju með karlinn,Góða ferð og njótið hvors annars til botns. kv Áslaug
Til hamingju með kallinn og hafiði það gott í London.
Njótið þess í botn
kveðja Úr hvarfinu
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ... Helgi! Láttu nú kerlinguna dekra við þig ;)
Knús og koss,
Milla og Svavar
Til hamingju með gamlann og vonandi njótið þið frídaganna frá gargi og grenjum :o)
knuz Heiðagella
Til lukku með þinn elskulega og hafið það mega gott í London og njótið þess nú í tætlur að dekra við hvort annað, bið að heilsa Betu.
knús og kossar
Sigfríð ammabeib ;-)
Til lukku með þann gamla :) Vonandi eigið þið notalega daga í London.
Kv. Ágústa og Siggi
Skrifa ummæli